| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160328 - 20160403, vika 13

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Yfir 330 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist í norðurhluta Bárðabungu öskjunnar þann 3. apríl og var hann 3.4 að stærð. Annar skjálfti á sömu slóðum sama dag fékk stærðina 3.0. Flestir skjálftar mældust í Vatnajökli eða rúmlega 90.
Suðurland
Tæplega 50 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. 11 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu og um 24 skjálftar í Ölfusi. Sá stærsti var 1.9 að stærð og mældist við Litla-Sandfell í Þrengslunum. Allnokkrir skjálftar mældust á Suðulandsundirlendi og tveir í Heklu. Einnig mældust 11 skjálftar á Torfajökulssvæðinu.
Reykjanesskagi
18 skjálftar mældust á Reykjanesskaga. Stærstu skjálftarnir voru 2.1 að stærð og mældust 30. mars og 1. apríl. Annar þeirra var í Brennisteinsfjöllum og hinn suðvestan Kleifarvatns. Þrír skjálftar mældust austan Grindavíkur, fjórir suðvestan Kleifarvatns og þrír í Brennisteinsfjöllum. Einn skjálfti mældist í Bláfjöllum af stærð 0.6. Aðrir skjálftar dreifðust yfir skagann.
Norðurland
Um 60 skjálftar mældust á norðurlandi í vikunni. Sá stærsti var 2.0 að stærð í Öxarfirði. Einn skjálfti mældist við Kröflu þann 1. apríl, hann var 1.4 að stærð, og einn við Reykjahlíð af stærð 0.2.
Hálendið
Yfir 130 skjálftar mældust á hálendinu. Sá stærsti mældist 3.4 og var í Bárðarbungu þann 3. apríl. Sama dag mældist annar skjálfti, 3.0 að stærð, í Bárðarbungu. 46 skjálftar mældust í Bárðarbungu í vikunni og um 13 í ganginum.
Sá stærsti í ganginum mældist 1.3 að stærð þann 28. mars. Við Grímsfjall mældust 5 skjálftar, sá stærsti var 1.1 að stærð þann 28. mars. Í Öræfajökli mældust 3 skjálftar, sá stærsti var 0.6 og mældist þann 28. mars. Í Öskju mældust 11 skjálftar, sá stærsti var 1.0 að stærð þann 30. mars. Yfir 30 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti mældist 1.3 að stærð þann 28. mars.
Tveir skjálftar mældust í Dyngjufjöllum ytri, sá stærri var 0.3 og mældist þann 3. apríl. Fáeinir skjálftar á um 20 km dýpi mældust norðan við Vaðöldu þann 3.4.. Tveir skjálftar mældust í Langjökli þann 3. apríl og báðir voru 1.8 að stærð.
Mýrdalsjökull
23 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, sá stærsti var 2.7 að stærð og mældist 2. apríl í suðvestur hluta Kötluöskjunnar. 10 skjálftar mældust innan öskjunnar. Einn skjálfti mældist í suðurbrún Eyjafjallajökuls þann 2. apríl. Hann var 1.2 að stærð.
Hulda Rós og Kristín Elísa
Jarðvakt