| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160404 - 20160410, vika 14

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 300 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist við norðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar þann 8. april og var hann 4.2 að stærð. Þetta er stærsti skjálfti í Bárðarbungu frá því í lok janúar 2015. Sama dag kl. 01:01 mældist annar skjálfti af stærð 3,5 á sömu slóðium. Flestir skjálftanna í vikunni eða um 120 áttu upptök í Bárðarbungu og við norðurjaðar Dyngjujökuls.
Suðurland
Um 40 skjálftar mældist á Suðurlandi. Flestir á Hengilssvæðinu. Enginn skjálfti var
yfir 1.3 að stærð. Fáeinir skjálftar voru undir Vatnafjöllum, allir minni en 1,2 að stærð.
Reykjanesskagi
Um 20 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum. Stærsti skjálftinn var 2,2 að stærð við Reykjanes þann 8. apríl.
Fáeinir skjálftar voru við Grindavik og um 10 skjálftar við Kleifarvatn, allir minni en 2,0 að stærð.
Norðurland
Um 50 skjálftar mældust á Norðurlandi. Þeir stærstu voru 2.0 að stærð við Kröflu og í Öxarfirði.
Flestir skjálftanna voru úti fyrir mynni Eyjafjarðar og við Grímsey.
Hálendið
Um 60 jarðskjálftar mældust í Bárdarbungu. Stærsti skjálftinn varð 8. april kl. 00:10 af stærð 4,2 með upptök við norðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar.
Þetta er stærsti skjálfti sem mælst hefur í Bárðarbungu síðan í lok janúar 2015. Um 15 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið
og sá stærsti var M3,5 að stærð kl. 01:01. Engin merki voru um kvikuhreyfingar, eldsvirkni eða óróa.
Líklegt er að skjálftarnir tengist hreyfingum á hringsprungu öskjunnar.
Um 20 skjálftar voru við norðurbrún Dyngjujökuls, þeir stærstu um 1,5 að stærð.
Nokkrir skjálftar voru á Lokahrygg og við Grímsvötn, allir um og innan við einn að stærð.
Við Öræfajökull mældust um 20 skjálftar. Sá stærsti var 0.8 að stærð þann 7. april.
Um 15 skjálftar á um 20 km dýpi mældust norðan við Öskju þann 6.4. um kl. 15.45 og um kl. 22:42, flestir um kvöldið.
Mýrdalsjökull
Það mældust um 20 skjálftar undir Mýrdalsjökli. Þeir voru allir undir 1.0 að stærð. Fáeinir smáskjálftar voru
undir öskjunni og við vesturhluta jökulsins en einnig nokkrir í Kötlujökli.
Einn smáskjálfti mældist undir suðurhluta Eyjafjallajökuls og nokkir á Torfajökulssvæðinu.
Jarðvakt