| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160418 - 20160424, vika 16

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Yfir 370 jarðskjálftar mældust með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Skjálftahrina varð við Húsmúla með hátt í 70 skjálfta og um 40 skjálftar voru staðsettir á Reykjaneshrygg, flestir við Vörðurfell um 5 km suðaustur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu M -0,5 til 2,8. Sá stærsti varð kl. 00:38 þann 24. apríl á Kolbeinseyjarhrygg, um 6 km norður af Kolbeinsey. Alls mældust sex jarðskjálftar um eða yfir M 2,0 að stærð. Að auki mældust þrjár sprengingar eða líklegar sprengingar við vinnusvæði og/eða námur.
Suðurland
Um 30 smáskjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi. Upptökin dreifðust um Flóa, Skeið, Holt, Landsveit og við Vatnafjöll.
Allir skjálftarnir voru minni en 1 að stærð.
Þann 22.4. kl. 20:01 mældist smáskjálfti af stærð 0,5 suðvestan við Litlu-Heklu.
Á Hengilssvæðinu voru rúmlega 70 jarðskjálftar. Nær allir þeirra eða um 65 skjálftar áttu upptök við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun þann 23. apríl. Skjálftarnir við Húsmúlann voru allir minni en 1 að stærð svo og aðrir skjálftar á Hengilssvæðinu.
Reykjanesskagi
Nyrst á Reykjaneshryggnum mældust 8 skjálftar. Sá stærti var 1,7 að stærð með upptök um 5 km suður af Geirfugladrangi.
Rúmlega 40 jarðskjálftar voru á Reykjanesskaganum. Þar af voru um 20 á Krýsuvíkursvæðinu og voru þeir allir minni en 1,3 stig.
Jarðskjálftahrina með um 20 skjálfta varð þann 24. apríl með upptök suðvestan við Brennisteinsfjöll. Stærstu skjálftarnir voru 1,7 að stærð.
Þrír smáskjálftar vorusuðvestan við Vífilsfell.
Norðurland
Um 50 skjálftar voru á svonefndu Tjörnesbrotabelti úti fyrir Norðurlandi. Upptök skjálftanna voru í Eyjafjarðarál, Tröllaskaga og við Flatey á Skjálfanda. Einnig við Kolbeinsey og á Grímseyjarbeltinu frá Grímsey og inn í Öxarfjörð.
Tveir stærstu skjálftarnir voru við Kolbeinsey, annar 2,5 að stærð en hinn 2,2 að stærð.
Hálendið
Undir og við Vatnajökul mældust 74 jarðskjálftar. Þar af voru um 43 skjálftar undir Bárðarbungu og um 19 skjálftar í kvikuganginum.
Stærsti skjálftinn undir Bárðarbungu var af stærð 2,8 þann 23. apríl kl. 19:54. Annar skjálfti 2,6 að stærð varð þann sama dag.
Skjálfti af stærð 1,9 mældist undir Öræfajökli þann 24. apríl. Annar skjálfti um 1 að stærð mældist þar sama dag.
Um 60 skjálftar voru staðsettir við Öskju og Herðubreið.
Mýrdalsjökull
Rúmlega 17 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli og voru þeir á stærðarbilinu M -0,5 til 0.9. Þar af voru rúmlega 10 jarðskjálftar undir Kötluöskjunni og fimm skjálftar undir vesturhluta jökulsins.
Hildur María Friðriksdóttir, Sigurdís Björg Jónasdóttir og Matthew. Roberts
Jarðvakt