Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160425 - 20160501, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 470 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni og 5 líklegar sprengingar. Stærsti skjálftinn á landinu mældist 3,4 að stærð þann 1. maí kl. 19:26 og átti hann upptök í sunnanverðri Bárðarbunguöskju. Þann 30. apríl kl. 11:21 varð skjálfti af stærð 2,5 um 4 km suðvestur af Hrómundartindi á Hengilssvæðinu og fannst hann í Hveragerði.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu mældust um 35 skjálftar. Um 30 þeirra voru við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun og sá stærsti var 1,7 stig.
Skjálfti af stærð 2,5 varð þann 30. apríl kl.11:21 með upptök um 4 km suðvestur af Hrómundartindi og fannst hann vel í Hveragerði.

Um 30 jarðskjálftar voru á Suðurlandi. Uppptök þeirra voru aðallega í Ölfusinu, á Skeiðum, í Holtum og við Vatnafjöll. Stærsti skjálftinn mældist 2.1 að stærð suðvestan við Selsund í Landsveit. Smáskjálfti af stærð 0,7 var undir Heklu þann 29.4. kl. 17:17.

Reykjanesskagi

Nyrst á Reykjaneshrygg mældust 5 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,3 að stærð með upptök um 14 km norðaustur af Eldeyjarboða.

Við Reykjanestána voru 7 smáskjálftar og sá stærti 1,9 að stærð.
Á Krýsuvíkursvæðinu mældust um 30 jarðskjálftar, allir undir 1,5 að stærð.
Fáeinir skjálftar voru suðvestan við Brennisteinsfjöll og um 10 í Bláfjöllum og sá stærsti 1,3 að stærð.

Norðurland

Um 45 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi á Tsvonefndu Tjörnesbrotabelti. Stærsti skjálftinn mældist 1,6 stig með upptök um 17 austur af Grímsey. Upptök skjálftanna voru í Eyjafjarðarál, á Húsavíku-Flateyjarmisgenginu,Grímseyjargrunni og á Grímsyjarbeltinu frá Grímsey og inn í Öxarfjörð.

Þann 27. apríl mældust 6 skjálftar á Kolbeinseyjarhrygg. Fjórir þeirra voru um 100 km norður af Kolbeinsey. Þeir stærstu mældust um 2,7 stig.

Hálendið

Tæplega 130 jarðskjálftar mældust undir og við Vatnajökul. Við Bárðarbungu voru um 70 skjálftar og þar mældist stærsti skjálftinn 3,4 að stærð þann 1. maí kl. 19:26 með upptök við norðurjaðar öskjunnar. Rúmlega tugur skjálfta var við norðurjaðar Dyngjujökuls, allir undir 1,2 að stærð.
Þrír smáskjálftar mældust á um 20 km dýpi norðvestan við Kistufell, norðan Vatnajökuls þann 25.4. Skjálftar voru einnig á Lokahrygg, í Grímsvötnum og í Öræfajökli. Dreif af smáskjálftum eru frá Vetti og suður undir Öræfajökul og eru flestir þeirra líklega tengdir hreyfingum í jöklinum.

Um 100 jarðskjálftar voru við Öskju og Herðubreið. Stærsti skjálftinn mældist 2,8 stig þann 1. maí kl. 03:35 með upptök við Herðubreið.

Tveir skjálftar áttu upptök undir suðvestanverðum Langjökli. Báðir skjáftarnir voru 1,6 að stærð.

Skjálfti af stærð 0,8 varð við Búðarháls, norðaustur af Sultartangalóni þann 26.4. kl. 16:41.

Mýrdalsjökull

Tæplega 40 jarðskjálftar voru undir Mýrdalsjökli. Þar af voru tæplega 15 undir vesturhlutanum og flestir hinna undir austurhluta Kötluöskjunnar. Allir skjálftarnir voru minni en 1,3 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar voru í og við Kötluöskjuna, aðallega austanvert í henni. Þann 26. apríl milli kl. 09:35 og 09:43 mældust 4 skjálftar með upptök á um 15 km dýpi við rót Kötlujökuls, austarlega í Kötluöskjunni. Þeir voru allir undir 0,3 að stærð.

Tæplega 20 skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu. Sá stærsti mældist 2,1 að stærð en allir aðrir voru minni en 1,2.

Jarðvakt