Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160509 - 20160515, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Yfir 470 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Flestir skjálftar mældust í Vatnajökli. Skjálftarnir voru á stærðarbilinu M -0,5 til 3,2. Sá stærsti varð kl 10:11 þann 12. maí í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Næst stærsti skjálftinn var af stærð M 3,0 og mældist um 2 km ANA af Skeggja í Hengli kl 17:36 þann 15. maí. Tilkynning barst um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið. Alls urðu 13 skjálfar yfir M 2,0 að stærð í vikunni.

Suðurland

Á Suðurlandi mældust rúmlega 60 jarðskjálftar í vikunni. 15 skjálftar áttu upptök á Hengilssvæðinu, sá stærsti M 3,0 að stærð þann 15. maí kl 17:36, nokkir minni skjálftar urðu í kjölfarið. Fimm skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti M 2,2 að stærð þann 10. maí kl 10:09. Tveir skjálftar urðu austur af Tindfjallajökli þann 10. maí, báðir M 0,8 að stærð. Tveir litlir skjálftar voru staðsettir vestan við Heklu, sá stærri M 1,0 þann 10. maí kl 04:02 og sá minni M -0,1 þann 11. maí kl 04:43.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesi mældust 45 jarðskjálftar, sá stærsti M 2,6 að stærð þann 15. maí kl 02:07 á Reykjaneshrygg, en tíu skjálftar mældust á Reykjaneshrygg. Einn skjálfti varð um 80 km suður af Reykjanestá þann 10. maí, M 2,3 að stærð. 16 skjálftar mældust suðvestur af Kleifarvatni, sá stærsti M 1,6 að stærð þann 13. maí kl 11:48. 11 skjálftar áttu upptök nærri Fagradalsfjalli, sá stærsti norðaustur af Fagradalsfjalli, M 1,9 að stærð 13. maí kl 23:37. Þrír skjálftar mældust norður af Vogsósum 13. maí, sá stærsti M 1,2 að stærð.

Norðurland

Yfir 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu. Sá stærsti var M 1,9 að stærð þann 10. maí kl 12:06 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, en alls urðu um 10 skjálftar á misgenginu í vikunni. Tæplega 30 skjálftar mældust í Öxarfirði, þeir stærstu voru M 1,3 að stærð 11. og 14. maí. Um tylft skjálftar mældust norður og austur af Grímsey, sá stærsti þann 13. maí og var M 1,6 að stærð. Fjórir skjálftar áttu upptök nærri Þeystareykjum, sá stærsti M 0,8 að stærð þann 14. maí. Tveir skjálftar mældust við Mývatn, sá stærri M 0,4 að stærð þann 13. maí.

Hálendið

Rúmlega 260 jarðskjálftar voru staðsettir á Hálendinu í vikunni. Sá stærsti M 3,2 í Bárðarbungu. Rúmlega 40 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti M 2,0 að stærð í Herðubreið þann 9. maí kl 10:33. Tæplega 30 skjálftar urðu í kringjum Öskju, sá stærsti M 2,3 að stærð þann 9. maí kl 15:35. Tæplega 30 skjálftar áttu upptök í ganginum, þeir stærstu M 1,3 að stærð 11. og 13. maí. Rúmlega 60 skjálftar mældust í Bárðarbunguöskjunni, sá stærsti í norðanverðri öskjunni M3,2 að stærð þann 12. maí kl 10:11. Næst stærsti skjálftinn mældist M 2,9 að stærð þann 11. maí kl 13:20. Níu skjálftar urðu við Grímsfjall, þeir stærstu M 1,1 að stærð 12. og 13. maí. 16 skjálftar mældust á djúpa svæðinu austan við Bárðarbungu á 4,0 til 21,5 km dýpi, þeir stærstu M 0,9 að stærð 12. maí. Rúmlega 40 skjálftar áttu upptök í sunnanverðum Vatnajökli, þar af þrír í Öræfajökli 11. maí af stærðum M 0,4 til 0,9. Fjórir skjálftar urðu við Tungnafellsjökul, sá stærsti M 1,1 að stærð þann 11. maí. Einn skjálfti mældist í norðaustanverðum Öræfajökli þann 13. maí og var M 1,1 að stærð. Annar skjálfti af sömu stærð mældist norðvestan við jökulinn þann 12. maí. Fjórir skjálftar urðu rétt norðaustanvið Langjökul þann 12. maí, sá stærsti var M2,0 að stærð. Tveir skjálftar mældust í suðvestanverðum jöklinum 10. og 11. maí og voru M1,0 og 1,4 að stærð.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 30 jarðskjálftar. Sá stærsti var M 1,6 að stærð þann 13. maí kl 00:01. Sjö skjálftar voru staðsettir innan Kötluöskjunnar, sá stærsti M 1,4 að stærð þann 15. maí kl 00:09. Tæplega tíu skjálftar mældust í Kötlujökli, sá stærsti fyrrnefndur skjálfti M 1,6 13. maí. 13 skjálftar mældust í vestanverðum Mýrdalsjökli, í kringum Goðabungu, sá stærsti var M 1,0 að stærð 12. maí kl 11:34.

Jarðvakt