Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160523 - 20160529, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 300 skjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Staðsettir skjálftar voru á stærðarbilinu -0,8 og 3,4. Stærstu skjálftarnir voru 3,4 og 3,3 að stærð í Bárðarbungu, sá stærri var kl. 17:37 þann 23. maí og sá minni kl. 15:17 þann 26. maí.

Suðurland

Um 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi, flestir voru á Suðurlansdundirlendinu. Rúmur tugur þeirra var í Ölfusi allir undir einum að stærð. Norðuvestur af Búrfelli voru staðsettir nokkrir skjálftar, flestir þeirra voru merktir sem sprenging eða grunuð sprenging. Aðrir skjálftar voru litlir og dreifðir um svæðið. Örfáir skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu.

Reykjanesskagi

Úti á Reykjaneshrygg mældust fjórir skjálftar, þeir voru um og yfir 2 stigum að stærð. Á Reykjanesi voru um 25 skjálftar, allir undir 1,5 af stærð. Þar af 10 skjálftar við Kleifarvatn og 15 skjálftar milli Bláfjalla og Geitafells.

Norðurland

Yfir 50 skjálftar voru staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu, stærstu skjálftarnir voru á bilinu 1,7 til 2,2 að stærð. Flestir stærri skjálftanna voru um 10 km norðaustur af Grímsey. Um 10 skjálftar voru við Bæjarfjall og á Kröflusvæðinu. Inn af Öxarfirði mældust 12 skjálftar, allir undir einu stigi.

Hálendið

Tæplega 170 skjálftar voru staðsettir á hálendinu í vikunni, þar af voru rúmlega 30 skjálftar á Herðubreiðar svæðinu og fjórir smáskjálftar voru við austurbrún Öskju. Allir voru þeir undir tveimur stigum að stærð. Í Vatnajökli voru rúmlega 100 skjálftar og þar af um 30 skjálftar í og við Bárðarbungu. Tveir skjálftar yfir 3 af stærð voru í Bárðarbungu, skjálftarnir voru 3,4 og 3,3 að stærð, sá stærri var kl. 17:37 þann 23. maí og sá minni kl. 15:17 þann 26. maí. Tveir skjálftar voru stærri en 2 af stærð en aðrir voru um og undir einu stigi. Þeir jarðskjálftar sem staðsettir voru í Bárðarbungu voru á ýmsu dýpi, frá yfirborði niður á 18 km dýpi. Um tugur smáskjálfta voru staðsettir í bergganginum undir og rétt framan við Dyngjujökul. Þar sem berggangurinn beygir til norðurs mældust um 15 skjálftar allir undir einum að stærð. Á Lokahrygg og í kringum Grímsfjall voru um 20 skjálftar staðsettir allir undir tveimur stigum. Um 50 skjálftar voru staðsettir á sunnanverðum Vatnajökli allir undir 2 stigum. Fleiri skjálftar voru greindir í jarðskjálftakerfinu en ekki var hægt að staðsetja þá. Einn skjálfti var mældur suðvestur af Þórisjökli.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 20 jarðskjálftar, af þeim voru átta smáskjálftar staðsettir innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var 1,6 að stærð þann 23. maí kl 00:01 tæpum 2 km austur af öskjubrúninni á 9 km dýpi.

Jarðvakt