Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160530 - 20160605, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 350 skjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Staðsettir skjálftar voru af stærðum -0,7 upp í 3,4. Stærstu skjálftarnir voru tveir af stærð 3,4 í Bárðarbungu, sá fyrri var kl. 12:24 þann 31. maí og sá seinni kl. 02:08 þann 5. júní.

Suðurland

Um 50 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi. Um 15 skjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu. Tveir skjálftar mældust í Heklu. Sá stærri var 1.2 að stærð og mældist þann 1. júní. Aðrir skjálftar voru nokkuð dreifðir um Suðurlandsundirlendið. Einnig mældust tveir skjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Reykjanesskagi

Út á Reykjaneshrygg mældust fjórir skjálftar, sá stærsti var 2,5 að stærð og mældist þann 1. júní. 27 skjálftar mældust á Reykjanesskaga, flestir af þeim í nágrenni Krýsuvíkur. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga var 1,5 að stærð kl. 11:45 þann 30. maí nærri Fagradalsfjalli.

Norðurland

Um 90 skjálftar voru staðsettir á Norðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn var af stærð 2,2 og mældist þann 31. maí. Meirihluti skjálftanna var staðsettir á Tjörnesbrotabeltinu, flestir á Grímseyjarbeltinu en þónokkrir á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Nokkrir smáskjálftar mældust á Þeistareykjum.

Hálendið

Um 50 skjálftar voru staðsettir norðan Vatnajökuls. Nokkrir skjálftar voru staðsettir í austurbrún Öskju, sá stærsti var um 1,7 að stærð og mældist þann 31. maí en hinir voru undir einu stigi. Um tugur skjálfta var staðsettur í Arnardalsöldu og voru flestir þeirra um 1 stig að stærð. Litlu færri skjálftar voru staðsettir við Herðubreið. Sá stærsti var af stærð 1,7 og mældist þann 31. maí. Nokkrir skjálftar mældust í Herðubreiðartöglum. Einnig mældust nokkrir smáskjálftar norðan Upptyppinga. Sá stærsti mældist 1,3 að stærð þann 1. júní. Í Vatnajökli mældust um 90 skjálftar í vikunni. Tveir skjálftar mældust 3,4 að stærð og voru þeir báðir í Bárðarbungu. Annar þeirra var kl. 12:24 þann 31. maí og hinn kl. 02:08 þann 5. júní. Einnig mældist skjálfti af stærð 3,1 kl. 08:44 þann 1. júní. Rúmlega 30 skjálftar mældust í Bárðarbungu. Tæplega tugur skjálfta mældist í ganginum undir Dyngjujökli og voru nokkrir þeirra á 11-12 km. dýpi. Fjórir skjálftar mældust í Grímsvötnum eða nágrenni þeirra. Einn var af stærð 1,4 en hinir undir einu stigi. Um 15 smáskjálftar mældust í Öræfajökli og þónokkrir í suðurbrún Vatnajökuls.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 20 jarðskjálftar. Innan kötluöskjunnar mældust um 15 skjálftar, flestir undir einu stigi. Stærsti skjálftinn var af stærð 1,6 þann 3. júní kl. 04:47 í norðanverðri öskjunni. Tveir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli og voru báðir undir 1 að stærð.

Jarðvakt