Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160606 - 20160612, vika 23

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Hengilssvæðinu]
[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 330 skjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Staðsettir skjálftar voru á stærðarbilinu -0,5 og 3,6. Tveir skjálftar stærri en 3 að stærð mældust í vikunni og voru þeir báðir þann 12. júní í Bárðarbungu sá fyrri af stærð 3 og sá seinni 3.6. Að auki mældist einn sama dag um 2.9 að stærð á Kolbeinseyjarhrygg, norður í hafi.

Suðurland

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust á suðurlandi, flestir voru á suðurlansdundirlendinu. Um 16 skjálftar í Rangárvallasýslu enn 13 mældust á Hengilssvæðinu.

Reykjanesskagi

Tæplega 20 skjálftar voru staðstettir á og við Reykjanes. Út á Reykjaneshrygg mældust 3 skjálftar mis stórir sá stærsti um 2 að stærð sá minnsti um 1 að stærð. Við Kleifarvatn mældust um 10 skjálftar og var sá stærsti af stærð 2.0. Við Vigdísarvelli mældust 6 skjálftar sá stærsti var í rétt úti fyrir landi um 1.4 að stærð. 3 minni skjálftar voru staðsettir umhverfis Heiðina Há.

Norðurland

Fjórir smáskjálftar voru mældir norðan við Húsavíkurfjall. 3 vestan við Bæjarfjall. Einn í norðvestanverðu Sandbotnafjalli. 2 í Þverárfjalli vestan Flateyjardals. Úti fyrir landi voru 24 skjálftar staðsetir austan við Grímsey sá stærsti mældis þann 8. júní og var hann um 2 að stærð. 15 í Öxarfirði og 2 úti fyrir Tjörnesi, 1 á Skjálfanda, 15 á Eyjafjarðarálnum, 2 á Kolbeinseyjarhrygg sá stærri um og 2.9 að stærð. Svo mældust tveir skjálftar um 160km norðnorðvestan við Kolbeinsey sá stærri einnig um 2.9 að stærð.

Hálendið

Tæplega 170 skjálftar voru staðsettir á hálendinu í vikunni, þar af voru tæplega 130 skjálftar í vatnajökli. Flestir voru við Bárðarbungu eða tæplega 70 þar er meðtalið um 15 skjálftar í nágrenni hennar eða 8 sunnan við bunguna og 8 suðaustan hennar. Tveir skjálftar mældust yfir 3 að stærð og mældist sá stærri 3.6, þann 12. um kl. 03:30. En annar rétt rúmlega 3 að stærð mældist rétt fyrir kl. 1:00 sama kvöld. Rúmlega 10 skjálftar mældust norðan dyngjujökuls í bergganginum að nýja Holuhrauni. Rúmlega 40 smáskjálftar voru staðsettir í sunnanverðum jöklinum, 6 norðan Síðujökuls, tíu norðan og norðaustan við Skeiðarárjökul og um 24 við Öræfajökul. Sá stærsti af þessum smáskjálftum var við Tindaborg norðan við Hvannadalshnjúk um 1 að stærð.

Rúmlega 10 skjálftar mældust í og við Öskju sá stærsti mældist 1.8 að stærð. Aðrir níu í nágrenni Herðubreiðar og þrír norðan við Upptyppinga við Lindaá.

5 skjálftar voru staðsettiir við Jarlhettur við suðurjaðar Langjökuls, 3 aðrir voru staðsettir sunnan við Sandkúlufell norðaustan við Langjökul.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 25 jarðskjálftar, af þeim voru um átta smáskjálftar staðsettir innan Kötluöskununnar. Stærsti skjálftinn var 1,1 að stærð en að meðalstærð smáskjálfta á jöklinum var 0,3. Einn smáskjálfti var í Eyjafjallajökli af stærð 1.3 við syðri brún öskjunnar. .

Jarðvakt