Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160711 - 20160717, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Ríflega 340 jarðskjálftar voru staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálfti vikunnar mældist í Bárðarbungu og var hann 3,6 að stærð. Auk þess var jarðskjálftahrina undir Mýrdalsjökli, stærsti skjálftinn þar var 3,1 að stærð. Annars staðar mældist aðeins venjuleg bakgrunnsvirkni.

Reykjanesskagi

Um 30 jarðskjálftar urdu á þekktum sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga í vikunni, sá stærsti var 2,5 að stærð við Fagrdalsfjall þann 11. júní kl. 09:13. Auk þess var smáhrina við Reykjanestá og þrír skjálftar innan við 2 stig mældust á Reykjaneshrygg.

Suðurland

Rúmlega 20 skjálftar áttu upptök á Hengilssvæðinu, þar af um helmingur við Húsmúla. Enginn þeirra náði tveimur stigum. Um 25 smáskjálftar urðu á þekktum jarðskjálftasprungum á Suðurlandsundirlendinu, flestir á Vatnafjallasprungu sunnan Heklu.

Mýrdalsjökull

Jarðskjálftahrina var í Kötluöskjunni þann 13. og 14. júlí. Alls mældust tæplega 80 skjálftar inni í öskjunni, sá stærsti var 3,1 að stærð þann 13. júlí kl. 23:06. Nokkrir smáskjálftar urðu við Goðaland og Hafursárjökul, þrír skjálftar voru staðsettir í Eyjafjallajökli og nokkrir á Torfajökulssvæðinu.

Hálendið

Tæplega 30 jarðskjálftar áttu upptök við Bárðarbunguöskjuna, sá stærsti var 3,6 á norðurbrúninni þann 16. júlí kl. 04:53. Um tylft smáskjálfta mældust í kvikuganginum undir Dyngjujökli í vikunni, allir minni en 2 að stærð. Auk þess var smáskjálftavirkni á Lokahrygg og við Grímsvötn. Fremur rólegt var við Öskju og Herðubreið, en aðeins um 15 skjálftar innan við 1,5 stig voru staðsettir þar.

Norðurland

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi á svonefndu Tjörnesbrotabeltinu. Þar af urðu um 30 á Grímseyjarbeltinu og um 20 á Húsavíkur-Flateyjarmisgengi. Enginn þeirra náði tveimur stigum. Smávirkni var á Tröllaskaga og við Kröflu, rólegt var við Þeistareyki.

Jarðvakt