Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160718 - 20160724, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Ríflega 360 jarðskjálftar voru staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í 29. viku. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.7 að stærð og var hann í vestanverðum í Kerlingafjöllum. Áfram var mikil jarðskjálftavirkni undir Mýrdalsjökli, stærsti skjálftinn þar var 2,5 að stærð.

Suðurland

Rúmlega 50 skjálftar áttu upptök sín á Hengilssvæðinu í tveimur þyrpingum, önnur suðvestan við Húsmúla en hin í Kýrdal. Tæplega 50 smáskjálftar voru á Suðurlandsundirlendinu, allflestir undir einum að stærð en stærsti skjálftinn mældist rúmlega 1.5 að stærð um 5km vestan við Torfajökul.

Reykjanesskagi

Rúmlega 35 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni sá stærsti var um 1.5 að stærð í Bláfjöllum. Norðan við Hvalhnjúka var einn um 1.3 að stærð og 2 í Kleifarvatni annar 1.0 og hinn 1.2 að stærð. Sex smáskjálftar mældust við Sóleyjarkrika norðan Trölladyngju. Tveir skjálftar af stærð 1.2 mældust á Reykjaneshrygg og aðrir þrír utan við Reykjanestá sá stærsti um 1 að stærð.

Norðurland

Um 35 skjálftar mældust úti fyrir Grímsey og voru að jafnaði um 1.1 að stærð en sá stærsti sem mældist var 2.1 að stærð. 15 smáskjálftar mældust í Öxarfirði, 5 úti fyrir Héðinshöfða og þrír á Eyjafjarðarálnum. Í Skjálftavatni mældist einn smáskjálfti og annar lítill við Þeystareyki.

Hálendið

Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2.7 að stærð og var hann í vestanverðum í Kerlingafjöllum. Einn skjálfti um 1.7 að stærð mældist við sunnanverðan Prestahnjúk milli Geitlandsjökulls og Þórisjökuls. Fjórir skjálftar yfir 1.1 að stærð mældust sunnan við Öræfajökul og 3 aðrir af svipaðri stærð mældust í sunnanverðum Vatnajökli. Um 10 jarðskjálftar áttu upptök við Bárðarbunguöskjuna, sá stærsti var um 2,2 að stærð norðaustarlega í öskjunni 21. júlí kl. 00:27. Fjórir skjálftar mældust í Öskju, þrír þeirra um 1 að stærð en tæplega 10 smáskjálftar voru staðsettir við Dyngjufjöll og rúmlega 15 smáskjálftar umhverfis Herðubreið.

Mýrdalsjökull

Áfram mældust skjálftar í Kötluöskjunni. Alls mældust rúmlega 70 við jökulinn þar af um 50 skjálftar inni í öskjunni, sá stærsti var um 2.5 að stærð þann 24. júlí kl. 17:30 en þrír skjálftar yfir tveimur að stærð mældust í vikunni. Tveir skjálftar um 1.6 að stærð mældust við jökuljaðarinn sunnan Hábungu og sömuleiðis mældust tveir skjálftar norðan Goðalandsjökuls annar um 1.7 og hinn 1.8 að stærð. Í Eyjafjallajökli mældist einn skjálfti vestsuðvestan við Steinholtsjökul og var hann um 1.5 að stærð.

Jarðvakt