| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20160808 - 20160814, vika 32

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Suðurland
Tæplega 35 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi og Hengilssvæðinu í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Virknin dreifði sér töluvert um svæðið. Smá hrina varð við Húsmúla þar sem stærsti skjálfti vikunnar á suðrulandi mældist þann 13.ágúst og var hann 1,6 að stærð. Nokkrir skjálftar uðru suð og suðvestur af Heklu í 10-20 km fjarlægð.
Reykjanesskagi
Um 90 jarðskjálftar voru á Reykjanesskaganum í vikunni, aðeins færri en í liðinni viku þegar 110 mældust. Á gosstöðvunum mældust tæplega 7 skjálftar, sem eru færri en í fyrri viku þegar 14 skjálftar mældust. Þeir voru allir staðsettir milli Keilis og Langahryggs. Stærsti skjálftinn þar mældist 1 að stærð rétt SV af Litla Hrút, þann 10. ágúst.
Að öðru leiti var virknin dreifð um skagann. Smá hrina var norðaustur af Sýrfellshrauni og suðaustur af Brennisteinsfjöllum. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaganum mældist 2,1 að stærð þann 11. ágúst á Reykjanestá.
Rúmlega 20 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, flestir mældust í smá hrinu sem varð þann 11. ágúst. Stærsti skjálftinn reyndist 4,6 að stærð. Tveir skjálftur voru einnig yfir 3 að stærð.
Norðurland
Úti fyrir Norðurlandið mældust um 100 skjálftar, sem er örlítið færri en í síðustu viku þegar um 110 skjálftar mældust. Rúmlega 20 skjálftar mældust í Eyjafjarðaráli. Tæplega 5 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Um 70 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 1,7 að stærð. Einn skjálfti mældist í Skagafirði þann 15.ágúst og var hann 3,1 að stærð og var hann jafnfram stærsti skjálfti norðurlands.
Rúmlega 10 smáskjálftar mældust á norðurhluta Norðurgosbeltisins. Þeir mældust við Bæjarfjall, Kröflu og við Öxarfjörð. Sá stærsti reyndist 1 að stærð og mældist vestur af Bæjarfjalli. Þrír skjálftar mældust suð vestur af Siglufirði, allir í kringum 1,3 að stærð. Einn skjálfti mældist suð austur af Siglufirði.
Hálendið
Tæplega 141 skjálftar mældust á hálendinu í vikunni. Þar af mældust um 25 undir Vatnajökli, sem er mun færri en í síðustu viku, þegar 60 skjálftar mældust.
Enginn skjálfti mældist í Bárðarbungu. Einn skjálfti mældist á djúpa svæðinu SA af Bárðarbungu og einn suður af Brúðarbungu. Fimm skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 1,3 að stærð. Sá var jafnframt stærsti skjálfti undir Vatnajökli í vikunni. Tveir smáskjálftar mældust í og við Dyngjujökul. Þrír smáskjálftar mældust við Skaftárkatlana. Einn skjálfti mældist norðvestur af Grænafjalli.
Tæplega 11 smáskjálftar mældust í Skeiðarárjökli, sem tengjast því að lítið hlaup hljóp úr jaðarlóni í Norðurdal, austan við Skeiðarárjökul.
Um 110 skjálftar voru staðsettir við Herðubreið, Herðubreiðartögl og Öskju sem er töluvert fleiri en í síðustu viku þegar um 30 skjálftar mældust. Rúmlega 30 skjálftar mældust í smáhrinu við Herðubreið, stærsti skjálftinn þar mældist 2 að stærð þann 9.ágúst. Rúmlega 10 skjálftar mældust vestur af Eggert í smáhirnu og var stærsti skjálftinn þar 2,5 að stærð þann 14.ágúst. Tæplega 45 skjálftar mældust við Öskju, stærsti skjálftinn þar mældist 1,9 að stærð þann 12.ágúst. Þá voru 20 skjálftar vestur og suðvestur af Herðubreiðartöglum.
Þrír skjálftar mældust á Mýrum, sá stærsti 2,1 að stærð. Þá mældist einn skjálfti við Langjökul og sex við Högnhöfða sá stærsti 1,5 að stærð. Einn skjálfti varð norðaustur af Apavatni og var hann minni en 1 að stærð.
Mýrdalsjökull
Rúmlega 60 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli þessa vikuna, sem er mun fleiri en í síðustu viku þegar 20 skjálftar mældust. Nánast allir voru staðsettir í og við Kötluöskjuna. Stærsti skjálftinn varð þann 14. ágúst og mældist 3,1 að stærð, tveir aðrir skjálftar voru yfir 2 að stærð. Einn smáskjálfti mældist suður af Þórisvatni.
Jarðvakt