Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160815 - 20160821, vika 33

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 320 jarðskjálftar voru staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni og þar af voru þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð. Tveir skjálftar voru þann 21. ágúst, annar af stærð 3,0 um 4,5 km SV af Geirfugladrangi á Reykjanesihrygg og hinn af stærð 3,2 varð í Bárðarbungu. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 að stærð í Mýrdalsjökli og var hann staðsettur norðarlega í Kötluöskjunni. Yfir helgina var nokkur skjálftavirkni við Grímsfjall, einnig austan við Herðubreiðartögl.

Suðurland

Rétt rúmlega 50 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi og þar af um 30 smáskjálftar voru á suðurlandsundirlendinu. Tveir smáskjálftar voru staðsettir í nálægð við Heklu. Um 20 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu, allir undir tveimur stigum.

Reykjanesskagi

Rúmlega 40 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, þrír skjálftar voru út á Reykjaneshrygg og þar af einn af stærð 3,0 um 4,5 km SV af Geirfugladrangi á Reykjanesi. Tæpur tugur skjálfta var við Grindavík og voru þeir allir undir tveimur stigum. Tæplega 30 skjálftar vour staðsettir við Fagradalsfjall og nær umhverfi þess.

Norðurland

Tæplega 100 skjálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku, þar af rúmlega 30 skjálftar voru í þyrpingu um 10 km austann við Grímsey í liðinni viku, þar sem stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð, hinir voru allir undir tveimur stigum. Í Öxarfirði voru um 15 skjálftar, flestir undir 1,5 að stærð. Út af Eyjafirði voru einnig um 15 skjálftar flestir undir einu stigi, en fjórir milli eins stigs og rúmlega tveggja stiga.

Hálendið

Um 45 jarðskjálftar voru staðsettir í Vatnajökli og um 15 af þeim í Bárðarbungu, stærsti skjálftinn varð þann 21. ágúst kl 01:58 af stærð 3,2, sunnarlega í öskjunni . Um 10 skjálftar voru í ganginum og þar af tveir á djúpa svæðinu þar sem gangurinn beygir til norðurs. Seinni part vikunnar urðu tæpur tugur skjálfta við Grímsfjall stærsti skjálftinn var að morgni 21. ágúst kl. 06:33 og var hann 2,4 að stærð. Hinir voru á bilinu frá því um eitt stig og upp í 1,5. Tæplega 40 skjálftar voru staðsettir á Öskju og Herðurbreiðarsvæðinu. Yfir helgina urðu um 15 skjálftar austan við Herðubreiðartöglin. Stærsti var 2,2 og varð á föstudaginn 19. ágúst kl. 11:03. Við Öskju urðu sex skjálftar, stærstur var 2,4 og aðrir undir 2 stigum. Á 18. og 19. ágúst urðu fjórir skjálftar undir Geitlandsjökli. Flestir rúmt stig en einn var 2,4 stig þann 18. ágúst kl. 10:24.

Mýrdalsjökull

Um 50 jarðskjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í vikunni, þar af tæplega 40 skjálftar innan Kötluöskjunnar. Föstudaginn 19. ágúst urðu fjórir skjálftar á um 20 mínútum, þ.e. frá kl. 15:40 til 16:03. Skjálftarnir voru allir frekar norðarlega í öskjunni en ekki við sigkatla. Stærsti skjálftinn var 3,5 að stærð og sá næst stærsti 2,4. Í hádeginu, sama dag,  urðu þrír skjálftar nokkru sunnar og voru þeir ekki heldur nærri sigkötlum. Stærsti var tvö stig. Einnig komu nokkrir skjálftar af stærðum milli 2,0 og 3,0 í vikunni á víð og dreif um jökulinn.

Jarðvakt