Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160822 - 20160828, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 350 jarðskjálftar voru staðsettir í vikunni og einnig 4 líklegar sprengingar. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð þann 28.8. kl. 18:41 og átti hann upptök við suðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar. Skjálftavirkni var viðvarandi norðaustur af Grímsey. Undir Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli mældust um 45 skjálftar og var sá stærsti þar 2,5 stig.

Suðurland

Á Hengilssvæðinu voru tæplega 15 skjálftar, sá stærsti 1,6 stig með upptök við Nesjavelli. Allir hinir skjálftarnir voru undir 1 að stærð. Upptök skjálftana voru aðallega við Húsmúla og sunnan og suðvestan við Hrómundartind.

Um 20 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi. Þeir voru allir undir 1,2 að stærð. Upptök þeirra dreifðust um ibrotabeltið en flestir þeirra voru í Ölfusinu við Raufarhólshelli.

Smáskjálfti af stærð 0,8 mældist tæplega 4 km norðvestur af Heklu þann 26.8.

Reykjanesskagi

Einn skjálfti af stærð 1,7 var um 9 km suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Um 12 skjálftar voru við Reykjanestána á Reykjanesskaganum. Stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig þann 23.8. kl. 16:36 og hafði upptök við Sýrfell. Fáeinir smáskjálftar voru á Krýsuvíkursvæðinu.

Norðurland

Tæplega 120 skjálftar voru á svinefndu Tjörnesbrotabelti úti fyrir Norðurlandi. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 stig þann 26.8. kl. 15:49 og átti hann upptök um 12 km norðaustur af Grímsey en þar var mesta skjálftavirknin og mældust þar um 50 skjálftar. Rúmlega 30 skjálftar mældust um 7-8 km norðvestur af Gjögurtá og um 10 aðrir skjálftar voru einnig úti fyrir mynni Eyjafjarðar og í Eyjafjarðarál. Nokkrir smáskjálftar voru við Flatey og inn í Öxarfirði.

Hálendið

Undir og við Vatnajökul mældust um 80 jarðskjálftar. Flestir þeirra eða um 40 þeirra áttu upptök í og við Bárðarbunguöskjuna og við suðurbrún hennar mældist stærsti skjálftinn 3,4 þann 28.8. kl. 18:41. Um 15 skjálftar voru í ganginum við norðurbrún Dyngjujökuls og voru þeir allir undir 1,4 að stærð. Þrír smáskjálftar voru á meira en 15 km dýpi suðaustur af Bárðarbunguöskjunni.
Fáeinir smáskjálftar voru á Lokahrygg og við Kverkfjöll. Í Grímsvötnum voru 4 smáskjálftar og við rót Skeiðarárjökuls voru tveir eflaust í tengslum við lítið Grímsvatnahlaup sem fór í Gýgjukvísl sem hófst þann 18.8. samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar HÍ á sigi íshellunnar í Grímsvötnum. Hlaupórói mældist á Grímsfjalli (grf) í tengslum við þetta hlaup og fjaraði hann alveg út þann 28.8.

Rúmlega 20 skjá¿ftar mældust við Öskju og Herðubreið. Þeir voru allir minni en 1,2 að stærð.

Tveir smáskjálftar voru sunnan við Langjökul.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust tæplega 60 skjálftar. Flestir skjálftanna eða tæplega 45 voru undir Kötluöskjunni og mældist stærsti skjálftinn 2,5 stig þann 28.8. kl. 15:55 í sunnanverðri öskjunni. Fáeinir skjálftar voru undir vestanverðum jöklinum og við Hafursárjökul (Gvendarfell). Einnig mældust 3 smáskjálftar við sporð Kötlujökuls.

Þrír skjálftar voru á vestanverðu Torfajökulssvæði, sá stærsti 1,1 stig.

Jarðvakt