Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160912 - 20160918, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 800 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Jarðskjálftahrina hósfst við Húsmúla aðfararnótt 17. september. Stærsti skjálfti hrinunnar var 3,6 að stærð þann 18. september kl 22:29 og fannst víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Annar skjálfti af stærð 3,2 varð kl 23:32 og fannst hann einnig víða. Alls mældust um 400 skjálftar í hrinunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,8 að stærð í Bárðarbungu þann 18. september kl 20:42. Alls urðu sjö skjálftar yfir 3,0 að stærð í vikunni, fjórir þeirra urðu í Bárðarbungu og þrír við Húsmúla. Einn skjálfti mældist við Heklu, hann var 0,8 að stærð þann 12. september kl 23:38.

Suðurland

Tæplega 550 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Flestir, eða rúmlega 400 mældust á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Húsmúla á Hellisheiði. Flestir urðu í hrinu sem hófst aðfaranótt 17. september. Þrír skjálftar í hrinunni voru stærri en 3,0. Stærsti skjálftinn var 3,6 þann 18. september kl 22:29. Skjálftinn fannst víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Annar skjálfti af stærð 3,2 varð stuttu seinna, eða kl 23:32 og fannst hann einnig víða. Skjálfti af stærðinni 3,0 varð kl 22:49 sama kvöld. Einn skjálfti mældist við Heklu, hann var 0,8 að stærð þann 12. september kl 23:38. Fimm skjálftar mældust við Nesjavelli, sá stærsti 1,6 að stærð þann 16. september kl 15:54. Tæplega 130 skjálftar urðu á suðurlandsbortabeltinu, hundrað þeirra urðu í smáskjálftahrinu sem hófst 14. september, tæplega 7 km austur af Þjórsá. Sá stærsti var 1,9 að stærð þann 14. september kl 18:56.

Reykjanesskagi

Þrettán jarðskjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni. Sá stærsti 1,2 að stærð rétt norðaustan við Bláfjöll 18. september kl 23:35. Næststærsti skjálftinn var 1,1 að stærð þann 14. september með upptök norðaustur af Brennisteinsfjöllum. Einn skjálfti varð við Kleifarvatn í vikunni, 0,8 að stærð þann 16. september kl 06:22.Tveir skjálftar urðu á Reykjaneshrygg í vikunni, sá stærri 1,9 að stærð 15. september.

Norðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Grímsey, sá stærsti 2,7 að stærð þann 17. september kl 10:58. 20 skjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 1,5 að stærð þann 17. september. Um tugur skjálfta mældist á Húsavíkur ¿ Flateyjar misgenginu, sá stærsti 2,3 að stærð þann 13. september kl 02:21. Fimm skjálftar mældust við Þeistareyki, allir undir 0,5 að stærð. Tveir skjálftar mældust við Kröflu, sá stærri 1,5 að stærð þann 15. september kl 01:47. Tveir litlir skjálftar urðu við Mývatn. Einn skjálfti varð við Bláfjall, 1,6 að stærð þann 13. september kl 08:15.

Hálendið

Rúmlega 130 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, þar af voru tæplega 90 í Vatnajökli. Stærsti skjálfti vikunnar varð í Bárðarbungu þann 18. september kl 20:42 og var hann 3,8 að stærð. Sama kvöld varð annar skjálfti af stærð 3,7 í Bárðarbungu, kl 22:03. Tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð urðu í vikunni, sá stærri var 3,5 að stærð 15. september kl 04:14 og hinn 13 september kl 08:15 3,3 að stærð. Alls mældust tæplega 60 skjálftar í Bárðarbungu. Rúmlega 20 skjálftar urðu í ganginum, sá stærsti 0,8 að stærð 12. september kl 12:26. Fimm jarðskjálftar, allir undir 1,0 að stærð mældust við Tungnafellsjökul í vikunni í framhaldi af hrinunni sem hófst þar 7. september. Þrír skjálftar mældust á vatnasviði Skaftár, sá stærsti 1,5 að stærð þann 16. september. Þrír skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 1,2 að stærð þann 12. september kl 00:11. fjórir skjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni, sá stærsti 2,2 að stærð þann 16. september kl 04:50. Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust norðan við Vatnajökul. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 1,4 að stærð þann 13. september kl 14:57. Tæplega 20 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Sá stærsti var 1,3 að stærð 13. september kl 04:40. Einn skjálfti mældist við Langjökul þann 18. september kl 10:33 og var 1,3 að stærð.

Mýrdalsjökull

Heldur minni virkni var í Mýrdalsjökli í viku 37 samanborið við fyrri viku. Tæplega 40 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, þar af 29 innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð þann 14. september kl 11:26. Fjórir skjálftar mældust undir Kötlujökli, sá stærsti 0,4 að stærð. Fjórir skjálftar urðu við Goðabungu, sá stærsti 0,5 að stærð þann 14. september kl 15:47. Einn skjálfti varð í sunnanverðum jöklinum 17. september kl 15:21 og var 0,5 að stærð. Einn skjálfti mældist í norðurbrún Torfajökulsökjunnar 12. september kl 12:55 og var 1,6 að stærð. Einn skjálfti varð suðaustur af Vatnafjöllum 14. september og var 0,5 að stærð.

Jarðvakt