Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160919 - 20160925, vika 38

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 530 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,0 að stærð þann 19. september kl. 18.41 á Hellisheiði. Jarðskjálftahrina sem hófst í fyrri viku við Húsmúla á Hellisheiði hélt áfram í þessari viku. Alls mældust um 230 skjálftar í hrinunni.

Suðurland

Tæplega 280 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Flestir, eða rúmlega 230 mældust á niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Húsmúla á Hellisheiði. Hrinan sem hófst í fyrra viku hélt áfram í þessari viku. Þrír skjálftar í hrinunni voru stærri en 2,0. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð, þann 19. september kl 18.41 við Hellisheiði. Skálfti af stærð 2,9 varð 25. september kl 12:31 með upptöku nálægt Hveragerði. Skjálftinn fannst vel í Hveragerði. Þrir skjálftar mældist við Heklu, sá stærsti var 1,1 að stærð þann 20. september kl 09:43. Tæplega 40 skjálftar urðu á Suðurlandsbrotabeltinu, allir undir 1,1 að stærð.

Reykjanesskagi

27 jarðskjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni. Sá stærsti 1,8 að stærð rétt vestur af Reykjanestá 22. september kl 00:54. Næststærsti skjálftinn var 1,6 að stærð þann 22. september með upptök rétt suðvestur af Kleifarvatni. Þrettán smáskjálftar mældust milli Grindavíkur og Kleifarvatns í vikuni.

Norðurland

Rúmlega 42 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni. Sá stærsti 1,6 að stærð 24.september við Grímsey og annar sömu stærðar í Öxarfirði. Rúmlega 20 skjálftar mældust austan við Grímsey, sá stærsti 1,6 að stærð þann 24. september kl 04:30. Ellefu skjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 1,6 að stærð þann 24. september. Einn smáskjálfti mældist rétt vestur af Húsavík. Fjórir smáskjálftar mældust við Þeistareyki, allir undir 0,8 að stærð. Einn litill skjálfti mældist við Kröflu. Þrír litlir skjálftar urðu við Mývatn.

Hálendið

Rúmlega 100 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, þar af voru tæplega 60 undir Vatnajökli. Stærsti skjálfti vikunnar varð í Bárðarbungu þann 24. september kl 10:11 og var hann 2,4 að stærð. Alls mældust rúmlega 30 skjálftar í Bárðarbungu. Rúmlega 17 skjálftar urðu í ganginum, sá stærsti 1,0 að stærð 19. september kl 00:22. Einn lítill skjálfti var í Kverkfjöllum þann 21. september. Um 10 skjálftar mældust í nágrenni Grímsfjalls í vikuni, sá stærsti 2,0 að stærð þann 22. september kl 00:10. á Grimsfjalli. Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust norðan við Vatnajökul. Rúmlega 23 skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 1,4 að stærð þann 25. september kl 10:45. Tæplega 30 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Sá stærsti var 1,0 að stærð 22. september kl 21:58. Tveir skjálftar mældust við Langjökul þann 22. og 21. september og var 1,6 og 1,2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Meiri virkni var í Mýrdalsjökli í viku 38 samanborið við fyrri viku. Tæplega 55 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, þar af 43 innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð þann 22 kl. 21:42 og 24 september kl.12:30. Sex skjálftar mældust undir Kötlujökli, sá stærsti 0,8 að stærð. Tveir skjálftar urðu við Goðabungu, sá stærsti 0,8 að stærð þann 24. september kl 13:58. Einn skjálfti mældist í vesturbrún Torfajökulsökjunnar 22. september kl 01:42 og var 0,4 að stærð.

Jarðvakt