Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160926 - 20161002, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rétt rúmlega 1000 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Mikil virkni var í Mýrdalsjökli í vikunni og mældust rúmlega helmingur staðsettra skjálfta þar, lang flestir innan Kötlu öskjunnar. Stærsti skjálftinn var af stærð 3,9 þann 26. september kl 13:31. Annar af stærð 3,7 varð þann 30. september kl. 04:41, einnig voru tveir skjálftar af stræð 3,6 í hádeginu sama dag. Einnig var smá hrina norðaustur af Grímsey þar sem u.þ.b. 60 skjálftar voru staðsettir og einn skjálfti yfir þremur stigum mældist á Húsavíkur - Flateyjar misgenginu 2. október. Tæplega 70 jarðskjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni. Á suðurlandi var einnig nokkur virkni þar sem smá hrina var um 10 km austur af Selfossi. Um 80 jarðskjálftar mældust vestur af Fagradalsfjalli á Reykjanesi.

Suðurland

Tæplega 50 jarðskjálftar voru staðsettir í þyrpingu um 10 km austur af Selfossi, allir skjálftarnir voru undir tveimur stigum. Um tugur skjálfta var á Hellisheiði í vikunni og þá flestir við Húsmúla, þar sem jarðskjálftahrina stóð yfir um miðjan september. Á annan tug smáskjálfta voru staðsettir á víð og dreif um Suðurlandsundirlendið.

Reykjanesskagi

Á Reykjaneshrygg mældust örfáir skjálftar í vikunni, bæði rétt vestur af Reykjanestá og langt úti á hrygg. Rúmlega 80 skjálftar voru í þyrpingu við Fagradalsfjall þar sem flestir skjálftanna urðu að kvöldi 27. september, tilkynnt var um skjálfta sem fannst í Grindavík um kvöldið 27. september. Allir skjálftarnir voru um og undir tveimur stigum. Fáeinir smáskjálftar voru við Kleifarvatn og í Krýsuvík.

Norðurland

Langt norður í hafi, eða um 80 km norður af Grímsey, voru rúmlega 20 jarðskjálftar staðsettir dagana 28. september og 2. október og voru flestir á stærðarbilinu 2 til 3 stig. Fyrri part vikunnar voru um 60 skjálftar staðsettir rétt norðaustur af Grímsey. Flestir skjálftarnir voru smáir, sá stærsti var af stærð 2,8 þann 28. september. Örfáir skjálftar voru staðsettir í Öxarfirði og á Skjálfanda en þar af var einn skjálfti 3,1 að stærð. Einnig voru fáeinir skjálftar úti af Eyjafirði. Uppi á landi voru einnig fáir skjálftar en um 5 skjálftar voru á Kröflu og Mývatssvæðinu.

Hálendið

Rúmlega 50 skjálftar voru á víð og dreif um Öskju og Herðubreiðarsvæðið í vikunni, þar af um 20 við austurbrún Öskju og um tugur í þyrpingu norður af Herðubreið. Um 35 skjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu í vikunni og álíka margir í bergganginum við Dyngjujökul. Tveir smáskjálftar voru staðsettir í Kverkfjöllum. Um tugur skjálfta voru í Grímsfjöllum og nokkrir skjálftar á Lokahrygg, þeir voru allir rétt yfir einu stigi að stærð. Í heildina voru staðsettir um tæplega 70 skjálftar í Vatnajökli.

Á Langjökulssvæðinu voru staðsettir um 15 skjálftar, allir 1 til 2 að stærð. Flestir skjálftanna voru á milli Vestari- og Eystari Hagafellsjökuls en fáeinir voru staðsettir í norðanverðum Þórisjökli. Örfáir smáskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu.

Mýrdalsjökull

Mikil virkni var í Mýrdalsjökli í vikunni, þar sem rúmlega helmingur allra mældra jarðskjálfta í vikunni voru staðsettir þar. Flestir skjálftanna voru innan Kötluöskjunnar í þyrpingu rétt sunnan við miðja öskjuna. Hrinan stóð hvað hæst 29. og 30. október og komu púlsar af skjálftum við og við. Stærsti skjálftinn var af stærð 3,9 þann 26. september kl 13:31. Annar af stærð 3,7 varð þann 30. september kl. 04:41, einnig voru tveir skjálftar af stræð 3,6 í hádeginu sama dag. Nokkrir aðrir skjálftar mældust rétt yfir og um þrjú stig. Tilkynningar bárust um að stærstu jarðskjálftarnir hafi fundist á nær liggjandi svæðum. Það dró svo úr virkni undir lok vikunnar, allverulega 2. október.

Jarðvakt