Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161010 - 20161016, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 400 jarðskjálftar voru staðsettir med SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Flestir skjálftarnir komu úti fyrir norðurlandi en einnig var talsvert af skjálftum við Mýrdalsjökul. Þrír skjálftar yfir þremur að stærð mældust í vikunni, allir í Bárðarbungu. Sá stærsti af stærð 3,5 mældist þann 15. október kl. 03:22. Tæpur tugur skjálfta var staðstettur í norðaustanverðum Hofsjökli. Fáir skjálftar mældust á Reykjanesi og á Suðurlandsundirlendinu.

Suðurland

Tæplega 50 smáskjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftin mældist tæplega 1,3 að stærð vestan Brautarholts. Örfáir skjálftar mædust á Hengilsvæðinu allir undir einu stigi. Austan við ósa Ölvusár mældust 14 smáskjálftar.

Reykjanesskagi

Tæpur tugur skjálfta mældust á Reykjanesi í vikunni. Sá stærsti mældist 12 okt. kl. 13:40 af stærð 2,2 rétt vestan við Seltún. Úti á Reykjaneshrygg, um 70 km vestsuðvestur af Reykjanestá mældist skjálfti tæplega 2,4 að stærð um kl 4. þann 14 okt.

Norðurland

Örfáir smáskjálftar mældust við Kröflu, þar sem stærsti skjálftin mældist 1,8 að stærð. En úti fyrir norðurlandi mældust rúmlega 100 skjálftar, þar sem tæplega 15 skjálftana voru staðsettir norðaustan við Grímsey, rúmlega 15 skjálftar mældust suðsuðaustur við Grímsey og aðrir 30 voru staðsettir úti í Öxarfirði. Flestir skjálftarnir voru litlir en stærstu skjálftarnir voru 2,6 að stærð.

Hálendið

Rúmlega 80 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni. Þar af mældust rúmlega 55 skjálftar við Bárðarbungu, jafnaframt mældut tveir stærstu skjálftar vikunar þar. Þeir voru við norðurbrún Bárðabunguöskjuar með stuttu millibili þann 15. október kl. 03:20 og sá seinni kl. 04:01 en báðir voru þeir um 3,5 að stærð. Annar skjálfti mældist degi fyrr um 3,3 einnig í Bárðarbungu. Við Grímsvötn mældust þrír skjálftar, stærsti um 1,8 að stærð. Við Esjufjöll mældust einnig tveir skjálftar stærri en 1,5 að stærð. Um 20 smáskjálftar mældust við berggangin undir Dyngjujökli. Um 50 skjálftar mældust við á hálendinu norðan Vatnajökuls við Dyngjufjöll, Öskju og Herðubreiðartögl, stærsti skjálfti á því svæði mældist 2,2 að stærð um 3 km norðan við Öskjuvatn. Sjö skjálftar mældust í norðaustanverðum Hofsjökli þar sem stærsti skjálftinn mældist 2,3 að stærð, tveir skjálftar mældust í Langjökli sá stærri af stærð 1,8.

Mýrdalsjökull

Um 80 jarðskjálftar mældust í og við Mýrdalsjökul í vikunni, þar af voru flestir skjálftana eða yfir 50 þeirra í og við Kötluöskjuna, fimm þeirra mældust yfir tveimur stigum og sá stærsti mældist tæplega 2,7 að stærð þann 15. okt kl 07:57. Tólf skjálftar mældust norðan við Goðalandsjökul, sá stærsti þar var 2,4 að stærð. Einn skjálfti mældist vestan í Sandfellsjökli en hann náði ekki einum að stærð. 5 smáskjálftar mældust við Kötlujökul og fjórir skjálftar af stærð 1,5 mældust á Torfajökulsvæðinu í vikunni.

Jarðvakt