Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161024 - 20161030, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 320 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, aðeins færri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 að stærð í Bárðarbungu þann 27. október kl 02:08. Annar skjálfti, 3,3 fylgdi í kjölfarið tæpri mínútu seinna. Einn skjálfti mældist í Heklu í vikunni, 0,4 að stærð þann 30. október. Smáhrina varð við Langahrygg á Reykjanesi í vikunni, stærsti skjálfti hrinunar var 2,2 að stærð þann 29. október. Rúmlega 40 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, þar af 13 innan Kötluöskjunnar.

Suðurland

Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, allir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti, 0,4 að stærð mældist í Heklu þann 28. október kl 09:20. Tveir skjálftar mældust vestur af Heklu 30. október, sá stærri 1,1 að stærð. Rúmlega tugur skjálfta mældist á Hengilssvæðinu, allir undir einum að stærð.

Reykjanesskagi

Um 70 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni. Langflestir eða rúmlega 50 mældust í smáhrinu við Langahrygg. Flestir skjálftarnir mældust 28. október. Stærsti skjálftinn var 2,2 að stærð 29. október kl 07:07. Fjórir skjálftar mældust nærri Kleifarvatni, allir undir einum að stærð. Tveir litlir skjálftar mældust við Bláfjöll 24. október. Fjórir skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, þeir stærstu 30. október, af stærð 2,7 og 2,5.

Norðurland

Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust á norðurlandi í vikunni, allir minni en tveir að stærð. Tæplega 60 skjálftar mældust í kringum Grímsey og fjórir í Öxarfirði. Rúmlega tugur skjálfta mældist á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Þrír skjálftar mældust við Þeistareyki, einn við Kröflu og einn við Námaskarð, allir undir einu stigi. Einn skjálfti mældist við Hólshyrnu á Tröllaskaga 28. október og var hann 0,8 að stærð.

Hálendið

Tæplega 100 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, þar af rúmlega 40 undir Vatnajökli. Tæplega 30 skjálftar mældust í Bárðarbugu, heldur fleiri en í síðustu viku þegar rúmlega tugur skjálfta mældist. Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust í Bárðarbugu í vikunni, sá stærri var 3,5 að stærð þann 27 október kl 02:08. Tæpri mínútu síðar kom annar skjálfti af stærð 3,3. Rúmlega tugur skjálfta mældist í bergganginum undir og framan við Dyngjujökul, allir um og undir einu stigi. Fjórir skjálftar mældust við Grímsfjall, allir undir einu stigi. Tveir skjálftar mældust rétt vestan við Þórðarhyrnu 27. október, báðir 1,1 að stærð. Einn skjálfti mældist í Kverkfjöllum, 0,5 að stærð.

Tæplega 50 skjálftar mældust á svæðinu norðan við Vatnajökul, sem er svipaður fjöldi og í síðustu viku. Rúmlega 20 skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 2,7 að stærð þann 30. október. Svipaður fjöldi skjálfta mældist við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir um og undir tvö stig. Stakur skjálfti mældist í norðaustanverðum Herðubreiðarfjöllum og var 0,8 að stærð. Einn skjálfti mældist sunnan við Langjökul 24. október og var hann 0,8 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, talsvert færri en í síðustu viku en þá voru þeir rúmlega 100. 13 skjálftar mældust innan Kötluöskjunnar, sá stærsti 1,5 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar mældust í vestanverðum jöklinum, við Goðabungu. Tveir stærstu skjálftarnir voru 1,8 að stærð. Fjórir skjálftar mældust í sunnanverðum jöklinum, allir undir einum að stærð. Rúmlega tugur skjálfta mældist á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,5 að stærð.

Jarðvakt