Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161205 - 20161211, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 360 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, heldur færri en vikuna á undan. Virknin var með tiltölulega hefðbundnu sniði á flestum stöðum á landinu en nokkru meiri á Reykjaneshrygg en síðustu vikur. Tveir skjálftar af stærð 2,7 og 2,3 mældust við Grindavík um hálf fjögur að morgni 11. desember og fundust þeir í Grindavík. Tvær litlar hrinur urðu á Reykjaneshrygg í vikunni, önnur rúmlega 20 km suðvestur af Reykjanestá 7. desember og hin um 50 km suðvestur af Reykjanestá 11. desember. Þrír skjálftar mældust við Heklu, allir undir einum að stærð. Tæplega 50 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, heldur færri en vikuna á undan. Sá stærsti þar var 2,3 að stærð þann 10. desember. Enginn skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni.

Suðurland

Tæplega 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, aðeins færri en í síðustu viku. Langflestir skjálftarnir voru á þekktum sprungum og var stærsti skjálftinn 1,3 að stærð þann 7. desember. Þrír jarðskjálftar mældust við Heklu, allir undir einum að stærð.

Reykjanesskagi

Heldur meiri virkni var á Reykjanesi og Reykjnesskaga samanborið við síðustu viku. Tæplega 50 skjálftar mældust í vikunni, tveir stærstu skjálftarnir voru 2,8 að stærð 7. desember í smá hrinu um 20 km suðvestur af Reykjanestá. Þeir voru einning stærstu skjálftar vikunnar. Alls mældist rúmur tugur skjálfta dagana 7. og 8. desember. Sex skjálftar mældust tæpum 50km suðvestur af Reykjanestá 11. desember, sá stærsti 2,2 að stærð. Sex jarðskjálftar mældust við Grindavík, tveir stærstu voru 2,7 og 2,3 að stærð kl 03:27 að morgni 11. desember. Nokkrar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist í Grindavík. Átta skjálftar mældust við sunnanvert Kleifarvatn, sá stærsti var 2,1 að stærð þann 7. desember.

Norðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni. Mesta virknin var í kringum Grímsey, en tæplega 20 skjálftar mældust norður og austur af eyjunni. Særsti skjálftinn þar var 2,5 að stærð 9. desember. Níu jarðskjálftar mældust á Húsavíkur - Flateyjar misgenginu, sá stærsti 1,4 að stærð, en hinir allir undir einum að stærð. Tæplega 20 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði, allir undir tveimur að stærð. Sjö skjálftar mældust við Kröflu, allir undir einum að stærð og fimm skjálftar mældust við Þeistareyki, allir undir einum að stærð.

Hálendið

Tæplega 140 jarðskjálftar mældust á hálendinu, flestir við Bárðarbungu og í bergganginum undir norðanverðum Dyngjujökli og á svæðinu fyrir framan hann. Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti 2,7 að stærð 9. desember. Sex skjálftar mældust við Grímsfjall og fimm við Hamarinn. Þrír skjálftar mældust í Kverkfjöllum, allir undir einum að stærð. Fimm skjálftar mældust við Tungnafellsjökul. Tæplega tíu skjálftar mældust við Öskju, sá stærsti 1,6 að stærð. Rúmlega tíu skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti 2,0 að stærð. Einn skjálfti mældist í Langjökli, 1,4 að stærð en tveir skjálftar mældust sunnan jökulsins, báðir 1,2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, heldur færri en í síðustu viku. Þar af mældust 16 innan Kötluöskjunnar, sá stærsti 2,2 að stærð 7. desember. 20 skjálftar mældust við Goðabungu, sá stærsti 2,3 að stærð 10. desember. Tíu smáskjálftar mældust í Kötlujökli, allir undir einum að stærð. Tveir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli í vikunni, báðir undir einum að stærð. 14 skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 1,6 að stærð.

Jarðvakt