Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161212 - 20161218, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 280 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, heldur færri en vikuna á undan. Um 100 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, sem er minni virkni en í síðastu viku. Stærstu jarðskjálftar í vikunni mældust í Bárðarbungu. Sá stærsti 4.2 að stærð 12. desember kl 04:29, tveir aðrir skjálftar fylgdu í kjölfarið 3,8 og 3,9 að stærð. Tæplega 60 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem er sami fjöldi og vikuna á undan. Þeir stærstu þar voru 3,4 að stærð 14. desember kl 13:41 og 3,3 að stærð þann 17. desember kl. 16:46.

Suðurland

Tæplega 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, álíka margir og í síðustu viku. Langflestir voru á Hengilsvæðinu, allir undir 1,3 að stærð. Stærsti skjálftinn var milli Hveragerðis og Selfoss, þann 12. desember, 1,8 að stærð. Fimm skjálftar mældust við Hestfjall og einn smáskjálfti mældist við Heklu, allir undir 1,2 að stærð.

Reykjanesskagi

Minni virkni var á Reykjanesi og Reykjanesskaga samanborið við síðustu viku. Rúmlega 10 skjálftar mældust í vikunni, sá stærsti var 1,5 að stærð, 16. desember Tveir smáskjálftar mældust við Grindavík, báðir undir 1,2 að stærð. Fjórir smáskjálftar mældust við Krýsuvík og einn við sunnanvert Kleifarvatn, 1,5 að stærð þann 18. desember. Á Reykjanesi voru fjórir skjálftar, allir undir 1,5 að stærð.

Norðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni. Við Grímsey mældust um 20 skjálftar, austur af eyjunni. Stærsti skjálftinn þar var 2,1 að stærð 13. desember, kl 16:48. Tæplega 20 jarðskjálftar mældust á Húsavíkur - Flateyjarmisgenginu, sá stærsti 1,5 að stærð. Tæplega 10 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 2,0 að stærð, þann 16. desember, kl. 11:58. Tveir skjálftar mældust við Kröflu, tveir við Reykjahlið og einn við Þeistareyki, allir undir 1,4 að stærð. Norður á Kolbeinseyjarhrygg mældust tveir skjálftar, báðir undir 1,7 að stærð.

Hálendið

Um 100 jarðskjálftar mældust á Hálendinu í víkunni, sem er minni virkni en í síðustu víku. Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu, sá stærsti 4.2 að stærð 12. desember kl 04:29, tveir skjálftir 3,8 og 3,9 að stærð fylgdu í kjölfarið. 12 skjálftir mældust í ganginum undir Dyngjujökli, allir innan við einn að stærð. Tveir skjáftar mældust á Lokahrygg, báðir undir 1,2 að stærð. Þrír skjálftar mældust í Kverkfjöllum, allir undir einum að stærð. Einn smáskjálfti mældist við Öskju. Rúmlega 40 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti 1,5 að stærð. Einn skjálfti mældist í Langjökli, 1,4 að stærð, en tveir skjálftar mældust suðaustun jökulsins, 1,7 og 1,3 að stærð. Þrír smáskjálftar mældust við Skjaldbreið í vikuni. Einn smáskjáfti var við Skeiðarárjökul.

Mýrdalsjökull

Tæplega 60 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, svipaður fjöldi og í síðustu viku. Þar af mældust 48 innan Kötluöskjunnar, þeir stærstu voru 3,4 og 3,3 að stærð 14. desember kl 13:41 og 17. desember kl. 16:46. Sex skjálftar mældust við Goðalandsjökul, sá stærsti 2,1 að stærð 18. desember kl 03:02. Einn smáskjálfti mældist í Kötlujökli og þrír smáskjálftar mældust í norðaustanverðum Mýrdalsjökli. Einn smáskjálfti mældist í Eyjafjallajökli í vikunni, 0,4 að stærð. Fjórir skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 1,3 að stærð þann 12. desember.

Jarðvakt