Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161226 - 20170101, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 210 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 31. desember. Hann var 3,6 að stærð en nokkrum mínútum fyrr var skjálfti af stærð 3,3 á sömu slóðum. Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 50 skjálftar, þar af mældist einn af stærð 3,3 þann 26. desember.

Suðurland

Tæplega 40 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Mesta virknin var á Hengilssvæðinu en aðrir skjálftar dreifðust um sprungur Suðurlands.

Reykjanesskagi

Um tugur skjálfta mældist á Reykjanesi. Virknin var að mestu bundin við Reykjanestá og Krýsuvík. Einn skjálfti mældist við Grindavík og einn í Grindarskörðum.

Norðurland

Tæplega 50 skjálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku. Virknin var mest á Grímseyjarbeltinu en einnig mældust margir skjálftar á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Einn skjálfti mældist á Dalvíkurmisgenginu. Nokkrir skjálftar mældust við Þeistareyki og við Kröflu.

Hálendið

Um 50 skjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, þar af voru nokkrir í bergganginum undir Dyngjujökli. Í Bárðarbungu mældust rúmlega 40 skjálftar. Stærsti skjálftinn var af stærð 3.6 þann 31. desember. Stuttu áður mældist skjálfti af stærð 3,3. Tveir skjálftar mældust við Grímsvötn og nokkrir á Lokahrygg. Tveir skjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni, sá stærri var 2,6 að stærð. Norðan Vatnajökuls mældist rúmlega tugur skjálfta. Þeir voru að mestu bundnir við Herðubreið og Herðubreiðartögl og voru allir undir tveimur stigum. Einn skjálfti mældist í nágrenni Langjökuls. Á Torfajökulssvæðinu mældist um tugur skjálfta, sá stærsti var 2,7 að stærð.

Mýrdalsjökull

Um 50 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku. Langflestir skjálftanna voru innan Kötluöskjunnar og aðeins tveir mældust við Tungnakvíslarjökul. Stærsti skjálftinn mældist 3,3 að stærð þann 26. desember, innan öskjunnar.

Jarðvakt