Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170116 - 20170122, vika 03

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Heldur meiri virkni var í þessari viku samanborið við vikuna á undan. Rúmlega 370 jarðskjálftar mældust í vikunni miðað við um 250 vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 að stærð í Bárðarbungu 19. janúar. Heldur fleiri jarðskjálftar voru undir Vatnajökli og Mýrdalsjökli en vikuna á undan og talsvert fleiri á Norðurlandi. Svipaður fjöldi var hinsvegar á Suðurlandi og Reykjanesskaga samanborið við fyrri viku. Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, tæplega 30 við Bárðarbungu og tveir við Heklu.

Suðurland

Um 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, sá stærsti 2,1 að stærð um 5 km austur af Henglinum, en alls mældust um tugur skjálfta á Hengilssvæðinu. Tveir jarðskjálftar mældust við Heklu 16. janúar, sá stærri 1,1 að stærð.

Reykjanesskagi

Um 20 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan. Rúmlega tugur skjálfta mældist við Kleifarvatn, sá stærsti 1,8 að stærð 22. janúar. Fjórir smáskjálftar mældust við Reykjanestá og þrír við Sandskeið. Einn skjálfti mældist við Bláfjöll, en sá var 2,2 að stærð þann 18. janúar.

Norðurland

Rúmlega 110 jarðskjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, meira en helmingi fleiri en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð í smáhrinu suðaustur af Grímsey 22. janúar. Tæplega 40 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 1,8 að stærð. Rúmlega tugur jarðskjálfta mældist á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, sá sá stærsti 2,1 að stærð 17. janúar. Sjö jarðskjálftar mældust við Kröflu, sá stærsti 1,1 að stærð og sex smáskjálftar mældust við Þeistareyki.

Hálendið

Tæplega 70 jarðskjálftar mældust undir og við Vatnajökul í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Tæplega 30 jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu, sá stærsti 3,5 að stærð 19. janúar kl 18:03. Tæplega 20 jarðskjálftar mældust í bergganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul og voru þeir allir um og undir 1,0 að stærð. Einn jarðskjálfti varð í Öræfajökli í vikunni, 1,0 að stærð 18. janúar. Fimm jarðskjálftar mældust við Öskju í vikunni og um 20 jarðskjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir undir 1,0 að stærð. 30 jarðskjálftar mældust suðvestur af Langjökli í hrinu sem hófst kvöldið 20. janúar og var stærsti skjálfti hrinunnar 2,8 að stærð.

Mýrdalsjökull

Um 70 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem eru talsvert fleiri en í vikunni á undan þegar um 40 jarðskjálftar mældust. Flestir skjálftarnir voru innan Kötluöskjunnar, eða 64. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð 22. janúar kl 09:15. Þrír smáskjálftar mældust við Goðabungu. Fjórir skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, sá stærsti 1,3 að stærð 17. janúar.

Jarðvakt