Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170130 - 20170205, vika 05

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í liðinni viku mældust tæplega 240 jarðskjálftar með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands og er það töluvert minni virkni en vikuna á undan. Stærstu skjálftar vikunnar voru 4,3 og 4,1 að stærð í Bárðarbungu þann 30. janúar, seinna sama dag mældist skjálfti af stærð 3,4. Virkni í Mýrdalsjökli var að mestu svipuð og í síðustu viku, en þó með talsvert meiri vikrni í Kötlujökli.

Suðurland

Tæplega 30 smáskjálftar voru staðsettir á víð og dreif um Suðurland, þar af 6 skjálftar á Torfajökulssvæðinu. Minni virkni var á svæðinu miðað við vikuna á undan.

Reykjanesskagi

Um 20 jarðskjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg í liðinni viku og voru þeir flestir af stærð 1 til 2. Rétt tæplega 30 skjálftar voru á Reykjanesi, þar af voru um 10 skjálftar staðsettir rétt norður af Grindavík. Smá virkni var við Kleifarvatn, Krýsuvík og við Bláfjöll, allir undir tveimur stigum.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust um 50 skjálftar í liðinni viku, þar af voru um 20 skjálftar í Öxarfirði. Aðrir tæpir 20 skjáftar mældust í tveimur litlum þyrpingum norður og austur af Grímsey. Nokkrir skjálftar voru á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Aðeins einn jarðskjálfti mældist við Kröflu og annar talsvert norðar. Tveir skjálftar mældust tæplega 200 km norður af landinu af stærð 2,4 og 2,6.

Hálendið

Tæplega 20 jarðskjálftar voru staðsettir á Herðubreiðarsvæðinu, allir um og undir einu stigi og flestir á 5 til 10 km dýpi. Lítil skjálftavirkni var í Öskju í liðinni viku. Um 10 smáskjálftar voru staðsettir í ganginum, bæði framan við og undir Dyngjujökli. Einnig voru þrír skjálftar þar sem gangurinn beygir innar í jöklinum og voru þeir á tiltölulega miklu dýpi. Í Bárðarbungu mældust 15 skjálftar, þar af voru skjálftar af stærð 4,3 og 4,1 þann 30. janúar, annar skjálfti af stærð 3,4 mældist sama dag. Flestir skjálftanna í Bárðarbungu voru norðarlega í öskjunni og á um 10 km dýpi. Nokkrir skjálftar voru sunnar í Vatnajökli. Þrír smáskjálftar voru staðsettir suður af Langjökli.

Mýrdalsjökull

Um 60 jarðskjálftar mældust í og við Mýrdalsjökul, allir skjálftarnir voru undir tveimur stigum. Flestir skjálftanna voru norðarlega í Kötluöskjunni. Nokkrir skjálftar voru í Goðabungu og voru 17 smáskjálftar í Kötlujökli, flestir mældust þar 4. febrúar.

Jarðvakt