Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170206 - 20170212, vika 06

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 220 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, litlu færri en í síðustu viku. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 12. febrúar. Hann var 3,6 að stærð en þann 11. febrúar var skjálfti af stærð 3,5 - einnig í Bárðarbungu. Rúmlega 40 skjálftar mældust í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg sem hófst þann 12. febrúar. Stærstu skjálftar hrinunnar voru 3,2 og 3,1 að stærð. Þann 6. febrúar varð skjálfti af stærð 3,0 við Herðubreið. Í Mýrdalsjökli mældust rúmlega 30 skjálftar í vikunni.

Suðurland

Um 30 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni og var stærsti skjálftinn 2,6 að stærð þann 9. febrúar. Skjálftarnir dreifðust nokkuð jafnt um sprungur Suðurlands.

Reykjanesskagi

Um 40 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg en þeir mældust allir í jarðskjálftahrinu sem hófst þann 12. febrúar. Stærsti skjálfti hrinunnar voru 3,2 að stærð og örstuttu síðar kom annar skjálfti (stærð óviss). Einnig mældist skjálfti af stærð 3,1 og stuttu síðar var annar minni skjálfti (stærð óviss). Um 10 skjálftar mældust á Reykjanesi og var virknin að mestu bundin við Reykjanestá, Kleifarvatn og Langahrygg.

Norðurland

Rúmlega 40 skjálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku og var stærsti skjálftinn þar 2,7 að stærð þann 11. febrúar. Virknin var mest á Grímseyjarbeltinu en einnig mældust margir skjálftar á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Nokkrir skjálftar mældust við Þeistareyki og við Námafjall.

Hálendið

Rúmlega 30 skjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, þar af voru nokkrir í bergganginum undir Dyngjujökli. Í Bárðarbungu mældust tæplega 15 skjálftar. Stærsti skjálftinn var af stærð 3.6 þann 12. febrúar og þann 11. febrúar mældist skjálfti af stærð 3,5. Tæplega 10 skjálftar mældust við Grímsvötn og nokkrir á Lokahrygg. Um fimm skjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni. Norðan Vatnajökuls mældist rúmlega 20 skjálftar. Sá stærsti var 3,0 að stærð og mældist þann 6. febrúar við Herðubreið. Virknin var að mestu bundin við Herðubreið, Herðubreiðartögl og Dyngjufjöll. Á Torfajökulssvæðinu mældist um fimm skjálftar og einn skjálfti mældist við Búðarháls.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 30 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku. Langflestir skjálftanna voru innan Kötluöskjunnar. Nokkrir mældust við Tungnakvíslarjökul og aðeins tveir í Kötlujökli. Allir skjálftarnir voru undir 2,0 að stærð

Jarðvakt