Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170213 - 20170219, vika 07

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 290 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í sjöundu viku, sem eru heldur fleiri skjálftar en í vikuna á undan. Stærstu skjálftar vikunar voru báðir utan við landið og 2.9 að stærð. Sá fyrri kom 14. feb. um 45km VSV af Reykjanestá og hinn á Kolbeinseyjarhrygg um 170 km norðan við Gjögurtá. Lítil virkni var í Bárðarbungu en alls 7 skjálftar mældustu umhverfis hana sá stærsti um 1,6 að stærð í norðausturbrún öskjunnar þann 13 febrúar. Hinsvegar voru staðsettir tæplega 70 skjálftar í Mýrdalsjökli í liðinni viku, allflestir litlir, en þó voru þrír þeirra yfir tveimur að stærð þar sem sá stærsti mældist 2,5 að stærð þann 19. febrúar í ANA-verðri Kötluöskjunni.

Suðurland

Tæplega 50 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni. Þar af 10 á Hengilsvlæðinu. Sá stærsti af stærð 1,5 mældist í þann 14. febrúar skammt suðvestan við Ketilsstaði í Holtum. Um 6 skjálftar mældust í lítilli þyrpingu í Landssveit. 1 skjálfti 0,1 að stærð mældist í Heklu.

Reykjanesskagi

Um 20 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg í vikunni og um 30 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum. Stærsti skjálftin af stærð 2,9 mældist um 45 km VSV af Reykjanestá. Á landi dreifðust flestir skjálftarnir í þrjár þyrpingar, við Reykjanestá um 6 skjálftar, austan við Þorbjörn um 10 skjálftar og við Krýsuvík mældust um 6 skjálftar. Þar mældist stærsti skjálftinn á landi 2,3 að stærð þann 18. febrúar.

Norðurland

Rúmlega 50 skjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi í liðinni viku og var stærsti skjálftinn þar 2,9 að stærð þann 15. febrúar úti á Kolbeinseyjarhrygg. Virknin var mest á Grímseyjarbeltinu en einnig mældust margir skjálftar á Eyjafjarðarálnum og á Kolbeinseyjarhrgg. Á landi mældust um 10 skjálftar og dreyfðust á svæði við Þeistareyki sem og vestan við Bæjarfjall. Á Tröllaskaga við Hjaltadalsjökul mældist skjálfti 1,4 að stærð þann 15. febrúar.

Hálendið

Rúmlega 30 skjálftar á Hálendinu og undir Vatnajökli í vikunni . Í Bárðarbungu mældust um 7 skjálftar og var sá stærsti um 1.6 að stærð í norðausturbrún öskjunnar þann 13 febrúar. Það reyndist vera stærsti skjálftinn á öllu Hálendinu þessa vikuna. Tæplega 30 skjálftar mældust við Herðubreið en allir undir 1 að stærð. Um 4 við Grímsvötn og 3 á Lokahrygg. Einn skjálfti mældist austan við Öræfajökul þann 17. febrúar 1,2 að stærð. Skammt vestan við Þórisjökul vestan Langjökuls mældist einn af stærð 1,2 þann 18. febrúar. 4 skjálftar mældust í Veiðivötnum sá stærsti 1,5 að stærð og aðrir tveir undir einum að stærð mældust skammt norðan við Landmannalaugar.

Mýrdalsjökull

Tæplega 70 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku. Flestir skjálftanna voru innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn 2,5 að stærð mældist þann 19. febrúar í ANA-verðri Kötluöskjunni. Nokkrir mældust við Goðalandsjökul og þrír í Kötlujökli.

Jarðvakt