Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170220 - 20170226, vika 08

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 280 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í áttundu viku, sem svipaður fjöldi og var í vikunni á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu, þ.e. um 8 km austur af Bárðarbungu, þann 25. febrúar og mældist 3.0 að stærð. Annar skjálfti mældist hinn 26. febrúar um 2.4 km ASA af Hamrinum og mældist hann 2.2 að stærð. Í vikunni ríflega 20 skjálftar í nágrenni Grímseyjar, sá stærsti 2.3 að stærð. Í vikunni mældust um 20 skjálftar SV af Þórisjökli á þekktu sprungusvæði þar. Líkt og í liðinni viku voru u.þ.b. 70 skjálftar staðsettir í Mýrdalsjökli . var sá stærsti af stærð 2.8.

Suðurland

Á þriðja tug sjáfta voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 1.6 þann 20. febrúar um 10 km SSA af Árnesi. Enn mælast skjálftar suður af Skarðsfjalli og nokkrir skjáftar mældust nyrst á Minnivallasprungu.

Reykjanesskagi

Um tugur skjálfta voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni sá stærsti var af stærðinni 2.2 NNV af Grindavík. Rólegt var á Reykjaneshrygg og þar var aðeins staðsettur einn skjálfti í vikunni af stærðinni 1.5 rétt VSV af Geirfugladrangi.

Norðurland

Á landi var rúmlega tugur skjálfta staðsettur í vikunni allir af stærðinni 1 eða minni. Úti fyrir norðurlandi voru rúmlega 40 skjálftar staðsettir sá stærsti 2.3 að stærð um 12 km SSA af Grímsey.

Hálendið

Liðlega 80 skjálftar voru staðsettir á hálendinu og í Vatnajökli í vikunni. Þar af voru rúmlega 20 SV af Þórisjökli, stærsti skjálftinn þar mældist 2.1 að stærð þann 22 febrúar. Í Vatnajökli voru staðsettir tæplega 30 skjálftar, sá stærsti var í Bárðarbunguöskjunni 3.0 að stærð þann 25. febrúar. Annars voru staðsettir innan við 20 skjálftar í Bárðarbungu í vikunni. Margar mælistaöðvar eru óvirkar í nágrenni Bárðarbungu og hefur það líklega áhrif á fjölda skjálfta sem staðsettir eru þar. Tveir skjálftar voru staðsettir í Öræfajökli í vikunni. Sá stærri var um 8 km ASA af Hvannadalshnjúk af stærðinni 2.4 þann 20.febrúar en hinn var 1.2 að stærð 26. febrúar. Um 20 jarðskjálftar voru staðsettir á Dyngjufjallasvæðinu allir innan við 2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Í vikunni voru staðsettir tæplega 70 skjálftar í Mýrdalsjökli og voru þeir flestir, liðlega 50, innan Kötluöskjunnar. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 2.8 um 6 km N af Hábungu 21. febrúar.

Jarðvakt