Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170227 - 20170305, vika 09

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 370 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 9 sem eru talsvert fleiri en vikuna á undan þegar 280 jarðskjálftar voru staðsettir. Meiri skjálftavirkni var á flestum svæðum nema Mýrdalsjökli þar sem skjálfavirkni mældist minni en vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,1 að stærð í Bárðarbungu í hrinu sem varð þann 1. mars. Alls mældust fimm skjálftar stærri en 3,0 í hrinunni. Minni virkni var í Kötlu en vikuna á undan. Þrír smáskjálftar mældust við Heklu í vikunni.

Suðurland

Tæplega 80 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni sem eru rúmlega helmingi fleiri en vikuna á undan þegar um 30 jarðskjálftar mældust. Tæplega 30 skjálftar mældust við Nesjavallavirkjun, þeir þrír stærstu 2,0 að stærð. Tæpur tugur skjálfta mældist við niðurdælingarsvæði Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun í Sleggjubeinsdal. Rúmlega 20 skjálftar mældust á víð og dreif um suðurlandsundirlendið, sá stærsti 1,0 að stærð. Þrír skjálftar mældust við Heklu, sá stærsti 0,9 að stærð.

Reykjanesskagi

30 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesi í vikunni sem eru töluvert fleiri en vikuna á undan. 4. mars varð smá jarðskjálftahrina rúma 70 km suðvestur af Reykjanestá. Stærsti skjálfti hrinunnar var 1,9 að stærð en í heildina mældust þar fimm skjálftar. Sjö jarðskjálftar mældust við Reykjanestá, fimm við Grindavík, átta við Langahrygg, þrír við Kleifarvatn og tveir við Bláfjöll.

Norðurland

Um 100 jarðskjálftar voru staðsettir á Norðurlandi sem er um helmingi fleiri en vikuna á undan. Jarðskjálftahrina varð um 30 km norðan við Siglufjörð þann 5. mars og var stærsti skjálfti hrinunnar 2,5 að stærð kl 12:27 og var hann jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á Norðurlandi. Alls mældust um 15 skjálftar í hrinunni. Tæplega 20 skjálftar mældust austan við Grímsey og um tugur á Húsavíkur ¿ Flateyjar misgenginu. Einn skjálfti mældist suðaustur af Grenivík 28. febrúar og var hann 1,5 að stærð. Rúmlega 40 skjálftar mældust í og fyrir utan Öxarfjörð í vikunni, sá stærsti 1,9 að stærð 1. mars. Rúmlega tugur skjálfta mældist á landi, af þeim voru 7 við Kröflu, sá stærsti 1,1 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust auk þess við Þeistareyki.

Hálendið

Um 90 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, örlítið fleiri en vikuna á undan. Rúmlega 20 skjálftar mældust í Bárðarbungu, þar af fimm sem voru stærri en 3 en þeir komu allir í hrinu sem varð að morgni 1. mars. Stærsti skjálftinn var 4,1 að stærð, næsti 3,5 að stærð, tveir voru 3,4 og einn var 3,0 að stærð. Tveir djúpir skjálftar mældust á rúmlega 18 km dýpi austan við Bárðarbungu á svæði þar sem djúpir skálftar eru algengir. Þrír smáskjálftar mældust í bergganginum við Dyngjujökul og þrír við Kverkfjöll. Fjórir skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 2,5 að stærð. Þrír skjálftar mældust við Hamarinn. Fimm skjálftar mældust í smá hrinu 10 km suðvestur af Hábungu 5. mars, stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð. Rúmlega 30 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, sá stærsti 2,4 að stærð. Tveir skjálftar mældust við Öskju og sex norðan við Vaðöldu. Einn skjálfti mældist við Þórisjökul og var hann 1,8 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 60 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni sem er um helmingi færri skjálftar en vikuna á undan þegar um 130 skjálftar mældust. Flestir skjálftanna mældust innan Kötluöskjunnar, eða 50 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð 3. mars. Sjö skjálftar mældust við Goðabungu og einn í Torfajökli.

Jarðvakt