Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170306 - 20170312, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 490 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 10 sem eru fleiri en vikuna á undan þegar 370 jarðskjálftar voru staðsettir. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,1 að stærð í Bárðarbungu í hrinu, sem varð þann 8. mars. Alls mældust þrír skjálftar stærri en 3,0 í hrinunni. Minni virkni var í Kötlu en vikuna á undan. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu í vikunni.

Suðurland

Tæplega 35 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni sem eru mun færri en vikuna á undan þegar um 80 jarðskjálftar mældust. Um 15 skjálftar mældust við Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, sá stærsti 2,6 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar mældust á víð og dreif um Suðurlandsundirlendið, sá stærsti 1,7 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu, sá stærsti 0,5 að stærð.

Reykjanesskagi

30 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni svipað og í vikunni á undan. Fimm jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, fimm við Reykjanes, þrír við Grindavík, og 15 við Kleifarvatn.

Norðurland

Um 140 jarðskjálftar voru staðsettir á Norðurlandi, en vikuna á undan mældust 100. Jarðskjálftahrinan sem varð norðan við Siglufjörð þann 5. mars hélt áfram 6. og 7. mars. Alls mældust rúmlega 10 skjálftar í hrinunni, sá stærsti 2,2 að stærð. Um 25 skjálftar mældust austan við Grímsey og um 85 á Húsavíkur ¿ Flateyjarmisgenginu, sá stærsti 2,4 að stærð. Rúmlega 10 smáskjálftar mældust í Öxarfirði. Sex smáskjálftar mældust við Kröflu og fimm við Þeistareyki, sá stærsti 1,8 að stærð.

Hálendið

Rúmlega 230 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, sem eru mun fleiri en vikuna á undan, þegar 90 skjálftar mældust. Rúmlega 50 skjálftar mældust í Bárðarbungu, en vikuna á undan mældust 20 skjálftar. Hrina varð að nóttu 8. mars, þar sem þrír skjálftar voru stærri en 3. Stærsti skjálftinn var 4,1 að stærð, næsti 3,9 að stærð, einn var 3,3 og einn var 3,0 að stærð. Um 10 skjálftar, allir undir 1,8 að stærð mældust í bergganginum við Dyngjujökul. Fimm skjálftar mældust við Grímsfjall, sá stærsti 1,4 að stærð og sjö smáskjálftar mældust við Lokahrygg í vikuni. Einn smáskjálfti mældist við Öræfajökul og þrír austan við Húsbónda. Um 140 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, mun fleiri enn vikuna á undan, þegar 30 skjálftar mældust. Sá stærsti var 2,4 að stærð og mældust fjórir skjálftar yfir 2,0 að stærð. Einn smáskjálfti mældist við Öskju og fimm norðan við Vaðöldu. Einn smáskjálfti varð undir Þórisjökli.

Mýrdalsjökull

Um 45 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni sem eru færri skjálftar en vikuna á undan þegar rúmlega 60 skjálftar mældust. Flestir skjálftanna mældust innan Kötluöskjunnar, eða 40 skjálftar. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð 9. mars. Flestir jarðskjálftar voru undir 1,5 að stærð og þrír smáskjálftar mældust við Goðabungu og tveir í Torfajökli.

Jarðvakt