Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170313 - 20170319, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 823 skálftar voru staðsettir í vikunni með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 11 sem eru fleiri en vikuna á undan þegar 490 jarðskjálftar voru staðsettir. Stærsti skjálfti vikunnar var 3.7 að stærð í Bárðarbungu, sem varð þann 13. mars. Minni virkni var í Kötlu en vikuna á undan. Þrír smáskjálftar mældust við Heklu í vikunni.

Suðurland

31 skjálfti var staðsettur á Suðurlandi í vikunni. Þar af 11 í Torfajökli og 3 í Heklu. Allir undir 2.0 að stærð.

Reykjanesskagi

59 skjálftar voru staðsettir í vikunni, þar af 41 í Henglinum, sá stærsti 2.1 að stærð.

Norðurland

83 skjálftar voru staðsettir í vikunni, þar af 28 í Axarfirði. Þetta eru mun færri skjálftar en í vikunni á undan þegar um 140 skjálftar mældust.

Hálendið

620 skjálftar mældust á hálendinu í vikunni mun fleiri en en í vikunni á undan. Flestir voru við Dyngjufjöll og Herðubreið eða 523, í hrinu sem hófst í vikunni á undan. Flestir mældust laugardaginn 18. mars um 283 skjálftar og var sá stærsti 2.9 að stærð kl. 06:22:04. Flestir voru í kringum 1 að stærð. 5 skjálftar mældust í Langjökli allir undir 2 að stærð. 69 skjálftar mældust í Bárðarbungu sá stærsti 3.7 að stærð 13. mars.

Mýrdalsjökull

35 skjálftar voru staðsettir í vikunni sem eru færri en mældust í vikunni á undan þegar 45 skjálftar mældust. Allir voru þeir staðsettir innan öskjunnar og var sá stærsti 1.7 að stærð þann 19. mars.

Jarðvakt