Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170327 - 20170402, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 430 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, sem er svipaður fjöldi staðsettra skjálfta og í vikunni á undan. Mest smáskjálftavirkni var á hálendinu, við Herðubreið, Öskju og Bárðarbungu. Stærsti skjálfti vikunnar af stærð 3,2 mældist á Kolbeinseyjarhrygg, þann 28. mars, en það var eini skjálftinn yfir þremur að stærð í vikunni. 2. apríl mældist svo skjálfti 2,7 að stærð um 30 km VSV af Reykjanestá.

Suðurland

Um 80 smáskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, sá stærsti mældist 1,7 að stærð, um 1 km suðvestan við Vestra Gíslholtsvatn. Rumlega 20 smáskjálftar mældust á Hengilsvæðinu, tæplega 10 við Hólaskóg og 3 smáskjálftar voru staðsettir í Heklu, allir undir einum að stærð.

Reykjanesskagi

Lítil virkni á Reykjanesi í vikunni en um 10 smá skjálftar mældust þar. 20 skjálftar mældust úti fyrir landi, sá stærsti af þeim 2,7 að stærð var á Reykjaneshrygg, um 30 km VSV af Reykjanestá, þann 2. apríl.

Norðurland

Staðsettur var tæpur tugur skjálfta á norðurlandi í vikunni, þrír við Kröflu, stærsti 1,5 að stærð þann 29. mars. Einn var um 5km SV við Þeystareykjabungu, annar á Vestursandi og þriðji í utanverðum Flateyjardal. Rúmlega 60 skjálftar mældust fyrir norðan land, þar af voru rúmlega 10 í Öxarfirði, tæplega 20 austan við Grímsey, rúmlega 20 í þyrpingu um 5 km NA við Flatey, tæplega 10 á Eyjafjarðarálnum og að lokum þrír á Kolbeinseyjarhrygg, þar var stærsti skjálfti vikunnar 3,2 að stærð, 28. mars.

Hálendið

Við Bárðarbungu voru staðsettir tæplega 50 skjálftar sá stærsti 2,1 að stærð þann 30. mars. Tæplega 40 skjálftar mældust í bergganginum undir Dyngjujökli. Sunnar í Vatnajökli mældust fjórir smáskjálftar í Grímsfjöllum og einnig aðrir fjórir austan við Hamarinn. Við Herðubreið mældust tæplega 50 skjálftar, allflestir undir einum að stærð. Sá stærsti mældist 1,8 að stærð 2. apríl. Rúmlega 10 skjálftar mældust við Herðubreiðartögl. Tæplega 20 skjálftar mældust við Öskju sá stærsti af stærð 1,4 í SA verðri öskjunni. Í Hofsjökli mældust fjórir skjálftar 3 í norðaustanverðum jöklinum en einn að auki í honum vestanverðum.

Mýrdalsjökull

Um 40 smáskjálftar mældust í og við Mýrdalsjökul í vikunni, tveir stærstu skjálftar vikunnar þar voru af stærð 1,1. Annar í Goðalandsjökli en hinn í sunnanverðri Kötluöskjunni. Aðrir skjálftar á svæðinu voru undir einum að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í sunnanverðum Eyjafjallajökli, fimm smáskjálftar voru á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt