Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170403 - 20170409, vika 14

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 370 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni, heldur færri en í vikunni á undan. Mesta virknin var undir Vatnajökli og svæðinu norður af honum. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,1 og var hann við Bárðarbungu. Um 50 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í þessari viku en 40 í fyrri viku. Stærsti skjálftinn var tvö stig. Einn smáskjálfti mældist í nágrenni Heklu.

Suðurland

Tæpur tugur smáskjálfta mældist undir Hjallahverfi í Ölfusi auk nokkurra smáskjálfta á Hengilssvæðinu og við Húsmúla á Hellisheiði. Á annan tug smáskjálfta voru staðsettir á Suðurlandsundirlendi. Einn skjálfti varð þann 3. apríl kl. 13:11 um fjóra kílómetra austur af Heklu, 1,5 að stærð.

Reykjanesskagi

Um tugur jarðskjálfta mældist í nágrenni Kleifarvatns, allir um og undir tveimur stigum. Nokkrir skjálftar mældust við Reykjanestá, stærsti 2,3 að stærð. Svipaður fjöldi mældist um fimm kílómetra suðaustur af Geirfugladranga á Reykjaneshrygg, flestir þann 8. apríl. Stærsti skjálftinn var tæp þrjú stig.

Norðurland

Ríflega 60 jarðskjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi í vikunni. Um einn þriðji var í Grímseyjarbeltinu. Á annan tug skjálfta mældist um fimm kílómetra norðaustur af Flatey á Skjálfanda, stærsti 2,5 að stærð og var það jafnframt stærsti skjálfti á Norðurlandi í vikunni. Nokkrir smáskjálftar urðu skammt norður af Tjörnesi. Rúmlega 10 skjálftar voru staðsettir á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, allir innan við tvö stig. Nokkrir smáskjálftar mældust á svæðunum við Kröflu og Þeistareyki.

Hálendið

Tæplega 50 skjálftar mældust við Bárðarbungu sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan. Stærsti skjáfltinn varð þann 6. apríl kl. 15:08 og var hann 4,1 að stærð. Tveir skjálftar voru yfir þremur stigum, aðrir minni. Á annan tug smáskjálfta mældust á svæðinu við Grímsvötn og fáeinir á Lokahrygg. Um 20 skjálftar voru staðsettir í bergganginum undir og framan við Dyngjujökul og stakur skjálfti undir Kverkfjöllum.

Hátt í 70 skjálftar mældust á svæðinu norður af Vatnajökli, flestir í nágrenni Herðubreiðar og Herðubreiðartagla. Allir skjálftarnir voru um og innan við eitt stig. Ríflega 20 skjálftar mældust við Öskju, stærsti 2,5 að stærð.

Mýrdalsjökull

Hátt í 50 jarðskjálftar voru staðsettir undir Mýrdalsjökli, heldur fleiri en í fyrri viku. Flestir skjálftarnir voru innan Kötluöskjunnar og þar var stærsti skjálftinn í jöklinum þessa viku tvö stig. Nokkrir smáskjálftar urðu undir Kötlujökli, fyrri part vikunnar og fáeinir á svæðinu við Goðabungu í vesturjöklinum.

Jarðvakt