Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170410 - 20170416, vika 15

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 490 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,6 að stærð og var hluti af hrinu sem var um 17 km VSV af Reykjanestá þann 10. apríl, kl 03:40. Alls mældust um 80 skjálftar í hrinunni. Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni og 28 í Bárðarbungu. Tveir smáskjálftar mældust við Heklu.

Suðurland

Tæplega 70 jarðskjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni, þar af voru um 20 á Hengilssvæðinu, en átta skjálftar voru staðsettir á niðurdælingarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur í Sleggjubeinsdal 16. apríl. Tveir skjálftar voru staðsettir í Heklu í vikunni, sá stærri 0,7 að stærð. Tæplega 70 jarðskjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni, þar af voru um 20 á Hengilssvæðinu, en átta skjálftar voru staðsettir á niðurdælingarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur í Sleggjubeinsdal 16. apríl. Tveir skjálftar voru staðsettir í Heklu í vikunni, sá stærri 0,7 að stærð.

Reykjanesskagi

Rúmlega 100 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni sem er mun fleiri en vikuna á undan. Munar þar mestu um hrinu sem var um 17 km VSV af Reykjanestá þann 10. apríl. Stærsti skjálfti hrinunnar var 4,6 að stærð kl 03:40 en hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Alls mældust um 80 skjálftar í hrinunni. Fjórir skjálftar voru staðsettir við Kleifarvatn, fimm norðaustan við Brennisteinsfjöll og þrír í Bláfjöllum.

Norðurland

Um 70 jarðskjálfar voru staðsettir á Grímseyjarbeltinu í vikunni, sá stærsti 2,5 stig og rúmlega 20 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Einn smáskjálfti var staðsettur um 7 km suðaustan við Dalvík og annar á milli Akureyrar og Hjalteyrar. Sex smáskjálftar voru staðsettir við Þeistareyki og þrír við Kröflu.

Hálendið

Rúmlega 70 jarðskjálftar voru staðsettir undir Vatnajökli, þar af 28 í Bárðarbungu. Stærsti skjálftinn í Bárðarbungu í vikunni var 2,8 að stærð 13. apríl. Þrír djúpir jarðskjálftar mældust um 13 km austan við Bárðarbungu á svæði þar sem djúpir jarðskjálftar eru algengir. 30 skjálftar voru staðsettir í bergganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul. Fimm jarðskjálftar mældust undir Öræfajökli, sá stærsti 2,9 að stærð 11. apríl. Fjórir skjálftar mældust við Grímsfjall, einn við Hamarinn, einn við Þórðarhyrnu, tveir við Vött og fjórir nærri Skaftárkötlunum. 15 skjálftar mældust við Öskju og rúmlega 50 við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Einn smáskjálfti mældist suðaustur af Skjaldbreiðum.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 50 jarðskjálftar voru staðsettir í Kötluöskjunni, sá stærsti 2,1 að stærð. 13. apríl mældust þrír jarðskjálftar á um 20 km dýpi innan öskjunnar. Fjórir skjálftar mældust við Goðabungu, tveir undir Kötlujökli og þrír suðvestan við Kötlujökul. Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli og var hann 2,1 að stærð. 14 jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,4 að stærð.

Jarðvakt