Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170417 - 20170423, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 400 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni, heldur færri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,3 að stærð, þann 19. apríl á Reykjaneshrygg. Rúmlega 70 jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni, sem er fleiri en vikuna á undan. 35 jarðskjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu í vikuni, stærsti 4,2. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu.

Suðurland

Tæplega 40 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, þar af voru um 15 á Hengilssvæðinu. Þrir smáskjálftar voru staðsettir í Heklu í vikunni. Austan og sunnan við Heklu voru fáeinir smáskjálftar. Annars voru um 15 jarðskjálftar á við og dreif um Suðurlandið, allir undir 1,6 að stærð.

Reykjanesskagi

Um 35 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni sem er heldur færri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti var 4,3 að stærð á Reykjaneshrygg, þann 19. apríl kl 12:34 en hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Við Krýsuvík og Kleifarvatn mældust sex skjálftar, allir undir 1,5 að stærð. Einn smáskjálfti mældist við Brennisteinsfjöll og einn í Bláfjöllum.

Norðurland

Um 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Norðurlandið. Um 15 skjálftar mældust í Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 1,8 stig, þann 18. apríl. Rúmlega 20 skjálftar á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og tæplega 15 skjálftar, allir undir 1,2 að stærð mældust í Öxarfirði. Þrír smáskjálftar voru staðsettir við Þeistareyki og þrír við Kröflu og einn við Reynihlíð.

Hálendið

Um 150 jarðskjálftar voru staðsettir á Hálendinu í víkunni. 35 jarðskjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu, sá stærsti 4,2 að stærð, þann 17. apríl kl 11:58 í norvestanverðri öskjunni. Annars voru sex skjálftar yfir 2,0 að stærð. Tæplega 40 skjálftar voru staðsettir í bergganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul, sá stærsti 1,9 að stærð, þann 23. apríl. Fimm jarðskjálftar mældust undir Öræfajökli, sá stærsti 1,5 að stærð 18. apríl. Tæplega 10 skjálftar mældust við Grímsfjall og þrír á Lokahrygg. Einn smáskjálfti mældist við Hofsjökul. 10 smáskjalftar mældust við Öskju og rúmlega 40 við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir undir 1,2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 70 jarðskjálftar voru staðsettir í Kötluöskjunni, fleiri en í siðustu viku. Sá stærsti 3,1 að stærð þann 19. apríl. Flestir skjálftar mældust í Kötluöskjunni, sex skjálftar mældust við Goðabungu og þrir undir Kötlujökli. Tveir smáskjálftar mældust í Eyjafjallajökli. Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 0,7 að stærð, helmingi fleiri en í fyrra viku.

Jarðvakt