Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170424 - 20170430, vika 17

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

úmlega 460 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti vikunnar var 3.0 að stærð, þann 24. apríl í Bárðarbungu. Rúmlega 45 jarðskjálftar mældust í Kötluöskjunni, sem er heldur færri en vikuna á undan. 53 jarðskjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu í vikunni, stærsti 3.0. Þrír smáskjálftar mældust í Heklu.

Suðurland

Tæplega 60 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, þar af voru um 26 á Hengilssvæðinu. Þrír smáskjálftar voru staðsettur í Heklu í vikunni. Austan og sunnan við Heklu voru fáeinir smáskjálftar. Annars voru um 30 jarðskjálftar á við og dreif um Suðurlandið, allir undir 1,5 að stærð.

Reykjanesskagi

Um 46 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni sem er heldur fleiri en vikuna á undan. Stærsti skjálfti var 2.0 að stærð á Reykjaneshrygg, þann 30. apríl kl 11:02:27 em alls mældust rúmlega 20 skjálftar úti á hrygg í vikunni. Við Kleifarvatn mældust um 13 skjálftar, sá stærsti var 2.0 að stærð þann 24. apríl. Einn smáskjálfti mældist í Bláfjöllum. Töluvert var um vinnu við sprengingar við Kleppshöfn, Álfsnesi og Grindavík í vikunni. Talsvert um tilkynningar á skraning.vedur.is.

Norðurland

Um 64 jarðskjálftar voru staðsettir á Norðurlandi. Um 11 skjálftar mældust í Grímseyjarbeltinu, sá stærsti 1,9 stig, þann 25. apríl. Rúmlega 30 skjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og tæplega 30 skjálftar, allir undir 1,4 að stærð mældust í Öxarfirði. Þrír smáskjálftar voru staðsettir við Þeistareyki og sjö við Kröflu.

Hálendið

Um 150 jarðskjálftar voru staðsettir á Hálendinu í víkunni. 53 jarðskjálftar voru staðsettir í Bárðarbungu, sá stærsti 3.3 að stærð, þann 28. apríl kl 04:55 í norvestanverðri öskjunni. Tæplega 30 skjálftar voru staðsettir í bergganginum undir og fyrir framan Dyngjujökul, allir undir 1.1 að stærð. 13 jarðskjálftar mældust undir Öræfajökli, allir undir 1.0 að stærð. Um sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum, sá stærsti 2.2 að stærð þann 26. apríl kl. 14:44. Tæplega 70 smáskjalftar mældust við Öskju og um 30 við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir undir 1,0 að stærð. Einn skjálfti mældist við Langjökul þann 24.4 kl. 23:12 og var hann 1.1 að stærð.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 45 jarðskjálftar voru staðsettir í Kötluöskjunni, færri en í siðustu viku. Sá stærsti 2.5 að stærð þann 29. apríl. Flestir skjálftar mældust í Kötluöskjunni, flestir við Austmannsbungu. Einn smáskjálfti mældist í Eyjafjallajökli. Rúmlega 30 jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1.6 að stærð þann 24. apríl kl. 06:53. Álíka margir skjálftar staðsettir þar og í fyrri viku.

Jarðvakt