| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20170508 - 20170514, vika 19

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 470 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Stærsti skjálfti vikunnar var staðsettur í Bárðarbungu 14. maí kl. 02:35, hann mældist um 3,5 að stærð. Flestir skjálftar mældust norðan við land í hrinum norðaustan við Flatey á Skjálfanda og norðan við Grímsey. Tæplega 10 skjálftar mældust suðsuðaustur af Árnesi við upptök skjálfta síðustu viku sem mældist 4,5 að stærð. Einn skjálfti 1,4 að stærð var staðsettur um 5 km norðnorðvestan við Surtsey.
Suðurland
Rúmlega 60 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist 2,6 að stærð þann 11. maí. í Kömbunum skammt vestan við Hveragerði. Um 20 skjálftar voru staðsettir á Hengilsvæðinu en aðrir dreifðust um Suðurlandsundirlendið. Tæplega 10 skjálftar mædust SSA af Árnesi við upptök stærsta skjálfta vikunnar á undan (sem var 4,5 að stærð). Fjórir skjálftar yfir einum að stærð mældust í þyrpingu 4 km norðan við Laufafell. Einn skjálfti varð 5 km NNV við Surtsey 1,4 að stærð.
Reykjanesskagi
Tæplega 30 smáskjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni. Þar af var einn á Reykjaneshrygg og þrír við Geirfugladranga. Um fimm skjálftar við Reykjanestánna þar af einn 1,5 að stærð sem var stærsti skjálfti liðinnar viku á svæðinu þann 14. maí. Um sex skjálftar mældust á Heiðinni háu, fjórir í Kleifarvatni, og nokkrir voru dreifðir norðan Vigdísarvalla.
Norðurland
Fimm skjálftar mældust við Kröflu, stærsti 1,4 að stærð. Um 10 skjálftar mældust sunnan Öxarfjarðar. Norðan við land mældust tæplega 120 skjálftar. Rúmur helmingur þeirra mældist í hrinu um 5 km norðaustan við Flatey á Skjálfanda. Norðan við Grímsey mældist á annan tug skjálfta, sjö í Öxarfirði, átta á Eyjafjarðarálnum og tveir rétt utan við mynni Skagafjarðar.
Hálendið
Tæplega 40 skjálftar voru staðsettir við Bárðarbungu í vikunni, sá stærsti mældist 3,5 að stærð þann 14. maí í suðaustanverðri öskjunni, annar skjálfti 2,4 að stærð mældist skömmu síðar um kílómeter vestar. Tæplega 40 smáskjálftar undir 1,0 að stærð mældust í bergganginum undir Dyngjujökli. 1 skjálfti var í Kverkfjöllum. Um 10 skjálftar austan við Hamarinn og um 7 skjáltar við Grímsvötn stærsti 1,5 að stærð. Um tugur yfirborðskjálfta voru staðsettir í nágrenni Öræfajökuls og einn að auki í Esjufjöllum 1,9 að stærð.
Við Öskju mældust rúmlega 10 skjálftar, aðrir 10 við Herðubreið og Herðubreiðartögl sá stærsti 1,4 að stærð skammt norðan Herðubreiðartagla.
Fjórir skjálftar mældust í ofanverðum Lundareykjardal á Vesturlandi.
Mýrdalsjökull
Tæplega 50 skjálftar voru staðettir í Mýrdalsjökli í vikunni. Af þessum skjálftum voru um 20 skjálftar sem mældust við jaðar jökulsins sem og í skriðjökli Kötlujökuls. Aðrir voru við öskjuna. Stærsti skjálftinn mældist 2,4 að stærð í norðanverðri Kötluöskjunni.
Tveir skjálftar mældust í sunnanverðum Eyjafjallajökli af stærðum 1,3 og 0,8. Einnig mældust rúmlega 20 smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu.
Náttúruvársérfæðingur á vakt