Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170522 - 20170528, vika 21

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Sex jarðskjálftar yfir 3,0 að stærð mældust í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,9 að stærð í Bárðarbungu þann 27. maí kl 09:36. Talsvert færri jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu en í síðustu viku. Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,6 og einn af stærðinni 3,5 mældust í jarðskjálftahrinu norðvestur af Kolbeinsey 25. maí. Jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 3,1 mældust á Ægishrygg um 300 km austan við Ísland þann 26. maí. Jarðskjálftahrinan norðaustur af Flatey á Skjálfanda sem hófst fyrir um tveimur vikum hélt áfram og mældust tæplega 140 jarðskjálftar þar í vikunni. Svipaður fjöldi jarðskjálfta mældist undir Mýrdalsjökli samanborðið við síðustu viku. Enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Suðurland

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, þar af sjö á Hengilssvæðinu. Aðrir skjálftar voru vítt og breytt um Suðurland.

Reykjanesskagi

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, litlu fleiri en vikuna á undan. 11 jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,4 að stærð en hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á Reykjanesi.

Norðurland

Tæplega 260 jarðskjálftar mældust úti fyrir norðurlandi í vikunni. Fyrir um tveimur vikum hófst jarðskjálftahrina norðaustur af Flatey á Skjálfanda og hélt hrinan áfram þessa vikuna, en tæplega 140 jarðskjálftar mældust þar í vikunni. Stærsti skjálftinn var 2,0 að stærð. Um 30 jarðskjálftar mældust þar fyrir utan á Húsavíkur ¿ Flateyjar misgenginu. Rétt eftir miðnætti þann 25. maí hófst jarðskjálftahrina norðvestur af Kolbeinsey. Tæplega 40 skjálftar mældust í hrinunni, tveir stærstu voru 3,6 að stærð kl 00:12 og 00:55. Um morguninn mældist annar skjálfti 3,5 að stærð, aðrir skjálftar í hrinunni voru undir 3 að stærð. Tæplega 30 jarðskjálftar mældust norður og austur af Grímsey, sá stærsti 2,0 að stærð. Rúmlega 20 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði, sá stærsti 1,9 að stærð. 16 jarðskjálftar mældust við Þeistareyki, sá stærsti 1,0 að stærð og fimm smáskjálftar mældust við Kröflu. Tveir smáskjálftar mældust austan við Grindavík.

Hálendið

Yfir 100 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni. Rúmlega 20 jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu sem eru talsvert færri en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn var 3,9 að stærð þann 27. maí kl 09:36, en hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Átta djúpir skjálftar mældust austan við Bárðarbungu á svæði þar sem djúpir skjálftar eru algengir. Um 40 jarðskjálftar mældust í bergganginum, undir og fyrir framan Dyngjujökul. Rúmlega tugur skjálfta mældust við Grímsfjall og tæplega 20 við Öræfajökul. 20 smáskjálftar mældust við Öskju sem er sami fjöldi og vikuna á undan. Um 30 jarðskjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl sem er heldur færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 40. Fjórir skjálftar mældust við norðanverðan Langjökul, tveir stærstu 1,6 að stærð. Fimm jarðskjálftar mældust í ofanverðum Lundareykjadal, sá stærsti 1,6 að stærð, en tveir skjálftar mældust þar í síðustu viku. Einn jarðskjálfti mældist rétt vestan við Egilsstaði 23. maí og var hann 1,5 að stærð. Fimm jarðskjálftar mældust á Ægishrygg, um 300 km austur af Íslandi 26. og 28. maí. Þeir stærstu voru 3,2 og 3,1 að stærð,

Mýrdalsjökull

Tæplega 40 jarðskjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, þar af 25 innan Kötluöskjunnar sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan. Stærsti skjálftinn var 2,9 að stærð 22. maí kl 08:35. Fimm skjálftar mældust við Goðabungu, sá stærsti 2,5 að stærð 25. maí. Sex smáskjálftar mældust í Kötlujökli. Á annan tug jarðskjálfta mældust á Torfajökulssvæðinu sem er svipaður fjöldi og vikuna á undan.

Jarðvakt