Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170529 - 20170604, vika 22

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 500 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, sem eru nokkuð fleiri en í síðustu viku. Stærsti skjálfti vikunnar var staðsettur í Bárðarbungu 1. júní kl 09:54, hann mældist 3,7 að stærð. Flestir skjálftar mældust á Hálendinu og á Norðurlandi.

Suðurland

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi, sem eru nokkuð færri en í síðustu viku. Stærsti skjálftinn mældist 1,7 að stærð þann 3. júní kl 22:47 við Hestfjall. Um 15 smáskjálftar voru staðsettir á Hengilsvæðinu en aðrir dreifðust um Suðurlandsundirlendið. Rúmlega 20 smáskjálftar mældust við Hestfjall. Fjórir smáskjálftar mældust um 5 km suður af Heklu.

Reykjanesskagi

Um 30 skjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni. Þar af voru átta á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,7 að stærð, þann 30. maí kl 02:58. Fimm smáskjálftar urðu við Reykjanestána og um 10 smáskjálftar á víð og dreif við Fagradalsjall, fjórir í Þrengslunum og þrír við Kleifarvatn.

Norðurland

Þrír smáskjálftar mældust við Kröflu og rúmlega 10 skjálftar við Þeystareyki, sá stærsti 1,7 að stærð, þann 29. maí kl. 06:16. Í Öxarfirði mældust 15 smáskjálftar í vikunni. Norðaustan við Flatey á Skjálfanda mældust tæplega 90 smáskjálftar, sá stærsti 1,2 að stærð. Norðan við Grímsey mældust um 20 skjálftar, sá stærsti 2,0 að stærð. Á Húsavikur-Flateyar misgenginu mældust rúmlega 20 jarðskjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð, þann 1. júní kl 03:00.

Hálendið

Um 25 jarðskjálftar voru staðsettir við Bárðarbungu í vikunni, sem eru nokkuð færri en vikuna á undan. Sá stærsti mældist 3,7 að stærð þann 1. júní kl 09:54 í norðaustanverðri öskjunni, fjórir aðrir skjálftar mældust á sama svæði, 2,4 til 3,2 að stærð. Rúmlega 25 smáskjálftar mældust í bergganginum undir Dyngjujökli. Fimm smáskjálftar mældust við Lokahrygg, sá stærsti 1,6 að stærð, þann 29. maí kl 07:05. Um 10 skjálftar voru staðsettir í nágrenni Öræfajökuls, sá stærsti 1,6 að stærð, þann 3. júní. Við Öskju mældust rúmlega 10 skjálftar, sá stærsti 2,4 að stærð, þann 4. júní kl 13:29. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældust um 150 jarðskjálftar, sá stærsti 1,7 að stærð, þann 3. júní kl 12:18. Tveir smáskjálftar mældust í suðvestanveðum Langjökli. Um 20 skjálftar mældust í ofanverðum Lundareykjadal í Borgarfirði, sá stærsti 1,9 að stærð, þann 2. júní kl 07:04.

Mýrdalsjökull

Tæplega 25 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í vikunni, sem er um helmingi færri en í síðustu viku. Af þessum skjálftum voru sjö skjálftar sem mældust við Goðabungu. Aðrir voru við öskjuna. Stærsti skjálftinn mældist 2,1 að stærð í suðaustanverðri Kötluöskjunni, þann 3. júní kl. 12:11. Einnig mældust fimm smáskjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt