Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Um 10 skjálftar voru á Hengilssvæðinu, sá stærsti 1,3 að stærð.
Fimm skjálftar voru nyrst á Reyjaneshrygg, sá stærsti 1,8 stig.
Langvarandi smáskjálftahrina um 7 km norðaustur af Flatey á Skjálfanda hefur verið í gangi frá byrjun mars á þessu ári. Stærsti skjálftinn var 2,5 stig en meirihluti skjálftanna hefur verið undir 1 að stærð. Hátt í átta hundruð smáskjáftar hafa mælst á þessum stað frá byrjun mars. Afstæðar staðsetningar (Ragnar Slunga) benda til þess að smáskjálftarnir séu á amk tveimur mismunandi brotaplönum. Annað brotplanið er norðlægt og nær lóðrétt. Hitt er með NV-SA stefnu (ca N145°A)og hallar um 60°-70° til suðvesturs. Skjálftarnir eru á um 10.5-11.5 km dýpi. Það virðist að skjálftarnir hafi grynnkað lítið eitt með tíma og færst aðeins norðar. Líklegast er að einhvers konar vökvi (fluids) sé að þrýsta sér upp á mótum þessara sprunguflata og valda þessum smáskjáftum.
Fáeinir smáskjálftar voru við Þeistarreyki og Víti.
Við Öskju og Herðubreið voru tæplega 60 skjálftar. Sá stærsti 2,1 sig með upptök norðaustur af Töglunum þann 18:6. kl. 22.17.
Frá byrjun maí hafa verið viðvarandi skjálftar norðvestan við Skotmannsfell, innarlega í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Stærstu skjálftarnir eru um 2,5 að stærð. Afstæðar staðsetningar (Ragnar Slunga) sýna að skjálftarnir eru flestir á brotaplani með strikstefnu N38°A og halla um 71° til norðvesturs. Brotlausnir sýna siggengishreyfingar þannig að vestari hlutinn sígur niður en sá eystri rís upp. Skjálftarnir eru aðllega á tveimur dýptarbilum, milli 3.0-3.5 km og 4.0-4.5km. Svona jarðskjálftahrinur eru ekki óalgengar á þessu svæði t.d. voru skjálftahrinur á þessum slóðum í janúar 1996, júlí 2000 og apríl 2009. Stór jarðskjálftahrina var í Borgarfirði í júní og júlí 1974. Talið er að í Borgarfirði hafi áður verið jarðskjálftabrotabelti milli Snæfellsnesrekbeltisins og Reykjanes-Langjökuls rekbeltisins (Maryam Khodaya og Páll Einarsson, 2002). Í Borgarfirði eru þekkt jarðhitasvæði með hverum og þar á meðal er Lundarreykjadalur með Englandshver sem liggur suðvestur af skjálftaþyrpingunni.
Á Torfajökulssvæðinu mældust tæplega 20 jarðskjálftar. Upptök margra þeirra er ekki mjög vel ákvörðuð. Stærsti skjálftinn varð þann 14.06. kl. 11:39 við vesturjaðar öskjunnar og mældist hann 1,6 stig. Allir aðrir voru undir 1 að stærð.