Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170626 - 20170702, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 600 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,1 að stærð þan 26. júní þegar hrina átti sér stað norður í hafi, en hrinan átti upptök sín milli Íslands og Jan Mayen á svokölluðu Spar misgengi. Sex skjálftar yfir 3 að stærð fylgdu í kjölfarið og einnig um tugir minni skjálfta. Þann 30. júní varð smá hrina í Bárðarbungu með tvo stærstu skjálftana af stærð 3,6 og einn af stærð 3,2. Um 35 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni.

Suðurland

Um 90 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Sá stærsti var á Hengilsvæðinu og var 2,3 að stærð. Skjálftarnir voru allflestir litlir og dreifðust nokkuð jafnt um sprungur brotabeltisins. Tveir smáskjálftar voru staðsettir í Heklu, sá stærri var 0,1 að stærð. Einn skjálfti var staðsettur rétt vestan við Vestmannaeyjar, hann var af stærð 1,0.

Reykjanesskagi

Um 25 skjálftar mældust á Reykjanesinu og einn á Reykjaneshrygg. Stærsti skjálftinn á svæðinu var 1,8 að stærð þann 2. júlí við Grindavík. Aðrir skjálftar voru heldur minni og áttu flestir sér stað við Reykjanestá þar sem niðurdælingar eru í gangi.

Norðurland

Um 250 skálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku. Megnið af þeim áttu sér stað norður á hrygg þegar hrina byrjaði aðfaranótt 26. júní á svokölluðu Spar-misgengi milli Íslands og Jan Mayen. Stærsti skjálftinn var 4,1 að stærð og mældust um sex skjálftar á milli 3 og 4 af stærð og tugir minni skjálfta. Tvær aðrar hrinur áttu sér einnig stað í vikunni og voru þær við Grímsey og við Flatey, í báðum hrinunum mældust rúmlega 40 skjálftar.

Hálendið

Um 120 jarðskjálftar mældust á hálendinu í liðinni viku. Í Bárðarbungu mældust tæplega 60 skjálftar og voru tveir stærstu þar af stærð 3,6 þann 30. júní og einn af stærð 3,2 þann sama dag. Um 10 skjálftar mældust við bergganginn. Tæplega 10 skjálftar mældust við Grímsvötn allir undir 2 að stærð. Um 40 skjálftar voru staðsettir í nágrenni við Herðubreið og Öskju. Við Langjökul mældust um 8 skjálftar, tveir þeirra voru í grennd við íshellinn í suðvestanverðum Langjökli og voru aðrir staðsettir austan við Hagavatn og voru þeir allir undir 2 að stærð.

Mýrdalsjökull

Um 35 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni. Flestir áttu sér stað innan Kötluöskjunnar en nokkrir áttu sér stað við Goðabungu. Allir skjálftarnir voru undir 2 að stærð. Um 20 skjálftar mældust á Torfajökulsvæðinu, allir undir 2 að stærð.

Jarðvakt