| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20170703 - 20170709, vika 27

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Tæplega 450 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar mældist M2.9, þann 4. júlí kl. 14:44, norður af landinu á hinu svokallaða Spar misgengi þar sem þó nokkur virkni hefur verið undanfarið. Stærsti skjálftinn á landinu mældist á norðurbrún Bárðabunguöskjunnar 8. júlí kl. 09:16 og var 2.7 að stærð. Áfram var viðvarandi skjálftavirkni norðaustur af Flatey á Skjálfandi.
Suðurland
Um 30 skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu. Stærstur þeirra var af stærð 1.0.
Á Hengissvæðinu mældust um 20 skjálftar, þeirra stærstur var skjálfti að stærð M.1.3. Þar af voru um 8 skjálftar um 2 km norðan við Reykjadal.
Reykjanesskagi
15 skjálftar mældust á Reykjanestá og rétt út á hrygg. Þar af var stærstur M1.6.
um 7 skjálftar mældust í kringum Kleifarvatn og annarstaðar á Reykjanesinu.
Norðurland
Um 150 skjálftar mældust á Norðurlandi og á misgengjum norðan við landið. Þar af voru tæplega 70 skjálftar í mynni Skjálfanda, rétt norðan við Flatey. Stærsti mældi skjálftinn var M2.2 þann 6. júlí kl 6:55 á nyrðri enda Húsavíkur-Flateyjar misgengisins.
Hálendið
Í kringum 15 skjálftar mældust í og í kringum Öræfajökul í vikunni. Einnig mældust um 15 skjálftar í og við Bárðarbungu, Þeirra stærstir M2,7 og M2,3 á norðurbrún öskjunnar. Um 8 skjálftar mældust í nágrenni Grímsvatna og svo um 20 í ganginum út frá Dyngjujökli og að Holuhrauni.
Við Öskju mældust um 25 skjálftar, flestir þeirra á eystri hliðinni. Við Herðubreið og herðubreiðartögl voru um 50 skjálftar mældir.
Á Geitlandsjökli í Langjökli voru mældir tveir skjálftar.
Mýrdalsjökull
Það mældust rúmlega 30 skjálftar undir Mýrdalsjökli, stærstur þeirra var M2.4 í norðanverðri Kötluöskjunni þann 4. júlí kl. 20:13. Um 7 skjálftar á dýpi meira en 20km mældust í vikunni, tveir um 16:45 þann 8. júlí og síðan 5 aðrir í kringum hálf 2 aðfaranótt 9. júlí. Þessir skjálftar voru staðsettir undir austanverðri öskjubrúninni
Tveir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu í vikunni
Jarðvakt