Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170710 - 20170716, vika 28

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 450 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. Stærsti skjálfti vikunnar mældist í suðaustanverðri Kötluöskjunni þann 15. júlí kl. 19:12, 3.3 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu og á landgrunnsbrúnni austur af landi mældist einn skjálfti 3.2 að stærð, þann 10. júli kl 01:58.

Suðurland

Um 30 skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendinu, sem er sama sem og í fyrri viku. Á Hengilssvæðinu mældust tæplega 15 smáskjálftar, fjórir við Mjóaskarð og tveir smáskjálftar við Heklu. Við Haukadal mældust um 10 skjálftar, allir undir 1.5 að stærð, annars voru fáeinir smáskjálftar á við og dreif.

Reykjanesskagi

Einn lítill skjálfti mældist á Reykjaneshrygg í vikunni og um 70 skjálftar mældust á Reykjanestá, sá stærsti 2.8 að stærð, þann 10. júli kl 10:08. Við suðurenda Kleifarvatns mældust rúmlega 20 jarðskjálftar, sá stærsti 3.1 að stærð, 14. júli kl 23:53, sem fannst á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir skjálftar voru undir 1.1 að stærð. Við Bláfjöll og Brennisteinsfjöll mældust fjórir smáskjálftar og við Fagradalsfjall voru um 10 skjálftar staðsettir, sá stærsti 1.5 að stærð.

Norðurland

Um 115 skjálftar mældust á Norðurlandi og á misgengjum norðan við landið, sem eru nokkuð færri enn í siðustu viku. Við Axarfjörð mældust um 25 jarðskjálftar, allir undir 2.2 að stærð og austur og norðaustur af Grímsey mældust tæplega 15 smáskjálftar. Fimm smáskjálftar mældust við Kröflu og 10 við Þeistareyki, allir undir 1.3 að stærð. Við Skjálfanda, rétt norðan við Flatey mældust um 30 skjálftar, sá stærsti 2.7 að stærð þann 16. júlí kl 08:49 og við Húsavík voru fimm smáskjálftar staðsettir. 25 jarðskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, sá stærsti 2.2 að stærð, þann 16. júli kl 11:44.

Hálendið

Tæplega 90 skjálftar mældust á Vatnajökli í vikunni, allir undir 1.4 að stærð. Tæplega 15 smáskjálftar mældust í og í kringum Öræfajökul í vikunni. Einnig mældust um 30 skjálftar í Bárðarbungu öskjunni, sem er um helmingi fleiri enn í síðustu viku, sá stærsti 1.4 að stærð. Um 35 skjálftar mældust í ganginum út frá Dyngjujökli og að Holuhrauni, sem er eitthvað fleiri enn í siðustu viku. Um fimm smáskjálftar mældust í nágrenni Grímsvatna og einn skjálfti undir Tungnafellsjökli. Við Öskju mældust rúmlega 15 skjálftar, sem eru færri enn í síðustu viku. Flestir þeirra á eystri hliðinni og sá stærsti 1.9 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl voru um 20 skjálftar sem mældust, sem eru mun færri enn í siðustu viku. Einn smáskjálfti mældist suðaustur af Langjökli í vikunni.

Mýrdalsjökull

Það mældust rúmlega 70 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli, sem eru mun fleiri enn í síðustu viku. Sá stærsti var 3.3 að stærð í suðaustanverðri Kötluöskjunni þann 15. júlí kl. 19:12. Þetta var líka stærsti jarðskjálfti vikunnar á Íslandi. Tæplega 50 skjálftar voru innan öskjuna, fjórir af þessum skjálftum á milli 2.5 og 2.8 að stærð. Sex skjálftar mældust undir Goðabungu, allir undir 1.3 að stærð. Nokkrir smáskjálftar mældust undir Kötlujökuli og fimm smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu í vikunni.

Jarðvakt