Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170717 - 20170723, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 500 skálftar voru staðsettir í vikunni með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands, um 50 fleiri en í vikunni áður.

Stærstu skjálftar vikunnar voru M3.2 og 3.1 í Kötluöskju, sá stærri klukkan 22:18 þann 22. júlí og hinn þann 21. júlí kl 21.15. Aðrir skjálftar voru undir M3.

Suðurland

Um 40 sjálftar mældust á Suðurlandinu, þar af um 13 á Hengilssvæðinu. Aðrir skjálftar dreifðust nokkuð jafnt yfir Suðurlandsundirlendið .

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust um 30 skjálftar. Fjöldi þeirra var við Kleifarvatn, en einnig töluvert af skjálftum mældust í og við Grindavík. Stærst mældust tveir skjálftar var M2.0, annar þann 22. júlí kl 13:40 og 23. júlí kl 17:46 nærri Krísuvík.

3 skjálftar mældust á Reykjaneshryggnum.

Norðurland

Á Norðurlandi og norðan við landið mældust rúmlega 200 skjálftar, mest megins rétt utan af landi.

Mikil virki hefur verið rétt norður af Hrísey undanfarin misseri og voru tæplega 40 skjálftar á því svði nú. Í Axarfirði var einnig vart við um 50 skjálfta.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust rúmlega 100 skjálftar, þar af um 44 í Bárðarbunguöskjunni, 7 í og við Öræfajökul, 20 í ganginum.

Um 33 skjálftar mældust á svæðinu í kringum Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl. 4 skjálftar mældust við Langjökul, 2 vestan við í Þórisjökli og 2 sunnan við Eystri Hagafellsjökul.

Mýrdalsjökull

55 skjálftar mældust í Múrdalsjökli í vikunni, um 20 fleiri í vikunni á undan þegar. Þar af voru um 46 þeirra innan öskjunnar og voru tveir yfir M3 að stærð.

Sá fyrri kom kl 21:15 þann 21. júlí, M3.1, og sá seinni, M3.2, var klukkan 22:18 þann 22. júlí.

Þá mældust þar að auki um 5 skjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt