Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170821 - 20170827, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 620 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, svipaður fjöldi og mældist í vikunni á undan. Þrír skjálftar mældust yfir þremur stigum, tveir í suðurhluta Bárðarbunguöskjunnar og einn úti á Reykjaneshrygg. Skjálftarnir í Bárðarbungu voru grunnir og mældust 4,2 og 3,8 að stærð. Tæplega 210 jarðskjálftar voru staðsettir í jarðskjálftahrinu í Bláfjöllum sem lauk aðfaranótt mánudags 21. ágúst en ekki hefur unnist tími til að yfirfara alla skjálftana enn sem komið er. Skálftarnir í Bláfjallahrinunni voru flestir undir tveimur stigum. Um 15 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, allir undir tveimur stigum. Nokkrir smáskjálftar voru í nágrenni við Heklu.

Suðurland

Rúmlega 40 smáskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, þar af um 15 á Hengilssvæðinu og í Ölfust. Nokkrir í næsta nágrenni við Heklu en annars voru skjálftarnir nokkur dreifðir um Suðurlandsbrotabeltið.

Reykjanesskagi

Mikið dró úr virkni í Bláfjöllum í vikunni, en mest virkni var aðfaranótt mánudagsins og mældust þá um 210 skjálftar. Flestir skjálftanna í hrinunni voru á 6 til 8 km dýpi. Um 25 jarðskjálftar voru staðsettir úti á Reykjaneshrygg í tveimur þyrpingum, önnur um 30 km vestsuðvestur af Reykjanestá og hin 20 km. lengra úti á hrygg. Stærsti skjálftinn þar var 3 stig að stærð. Um 10 skjálftar voru staðsettir á Reykjanestá. Aðrir skálftar voru dreifðir um Reykjanesið.

Norðurland

Rúmlega 150 jarðskjálftar mældust á norðurhluta landsins í vikunni og þar af langflestir útifyrir Norðurlandi. Þrjátíu smáskjálftar voru í Öxarfirði, rúmlega 40 úti á Skjálfanda og þar af langflestir rétt norðaustur af Flatey. Töluverð virkni var austur af Grímsey en um 50 skjálftar voru staðsettir þar. Einnig mældust nokkrir skjálftar við Eyjafjarðarál, þar sem stærsti skjálftinn mældist 2,5 að stærð. Fimm smáskjálftar voru staðsettir á Kröflusvæðinu.

Hálendið

Um 50 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, þar af voru tæplega 30 staðsettir í Bárðarbungu. Þann 27. ágúst kl 01:42 mældist skjálfti af stærð 3,8 og annar kl. 01:45 af stærð 4,2. Skjálftarnir voru grunnir og engin eftirskjálftavirkni fylgdi þeim. Aðrir skjálftar í Bárðarbungu í vikuni voru allir um og undir tveimur stigum. Þrír djúpir skjálftar mældust þar sem berggangurinn beygir til norðurs undir Dyngjujökli. Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir á Lokahrygg, tveir við Grímsvötn og þrír í og við Öræfajökul. Á Herðubreiðar- og Öskjusvæðinu mældust um 40 jarðskjálftar í vikunni, þar sem um tugur skjálfta mældist í þyrpingu í Dyngjufjöllum. Við sunnanveðrann Langjökul voru nokkrir jarðskjálftar staðsettir, allir undir tveimur stigum.

Mýrdalsjökull

Um 15 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli en 10 þeirra voru innar Kötluöskjunnar. Skjálftarnir voru litlir og grunnir, allir undir tveimur stigum. Á Torfajökulssvæðinu mældust fimm grunnir jarðskjálftar.

Jarðvakt