Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170828 - 20170903, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 400 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, töluvert færri en vikuna á undan. Stærstu skjálftar vikunnar urðu úti fyrir Kolbeinsey þann 29. ágúst, 3,1 og 2,8 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi voru staðsettir 44 skjálftar í vikunni og dreifðust þeir nokkuð um Suðurlandsundirlendið. Flestir voru staðsettir í Ölfusi og Rangárvallasýslu. Sá stærsti mældist 1,7 að stærð í Ölfusi. Tveir skjálftar mældust í Heklu, báðir undir 1,0 að stærð. Fjórir skjálftar mældust vestan Heimaeyjar 29. og 30. ágúst. Sá stærsti mældist 1,5 að stærð kl. 19:32:32 þann 29. ágúst.

Reykjanesskagi

Um 35 skjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni og voru þeir nokkuð dreifðir um skagann. Einungis einn skjálfti mældist úti á hrygg og var hann 1,8 að stærð og jafnframt stærsti skjálfti vikunnar á svæðinu.

Norðurland

180 skjálftar voru staðsettir á Norðurlandi í vikunni, þar af tveir stærstu rétt austan við Kolbeinsey og voru þeir um 3,1 og 2,8 að stærð. Um 20 skjálftar voru staðsetir við Grímsey og 40 við Húsavík. Í Öxarfirði voru 36 skjálftar staðsettir, þeirra stærstur var 1,8 að stærð. Einn skjálfti mældist í Skagafirði og var hann 1,1 að stærð.

Hálendið

Tæplega 150 skjálftar voru staðsettir á Miðhálendinu í vikunni heldur fleiri en í vikunni á undan. Þar af urðu 54 í Bárðarbungu, þeirra stærstur var 2,8 að stærð þann 31. ágúst kl. 23:35. Rúmlega 50 skjálftar voru staðsettir í Dyngjufjöllum og Öskju í vikunni. Stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð. Á sunnudag var tilkynnt um hrun inni í Öskju, á þeim slóðum sem berghrunið varð í júlí 2014, en þó litlu vestar. Sjö skjálftar voru staðsettir í eða við Öræfajökul. Flestir þeirra urðu við Svínafelljökul nema sá stærsti (1,7 að stærð) sem varð norðaustan öskjunnar þann 31.ágúst kl. 01:08:47. Þrír skjálftar voru staðsettir sunnan við Langjökul, rétt sunnan Hagavatns, allir undir 2,0 að stærð.

Mýrdalsjökull

Einungis 16 skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli í vikunni sem leið, svipað og í vikunni á undan. Flestir þeirra voru í Kötluöskjunni en nokkrir í og við Tungnavkíslarjökul í vestanverðum Mýrdalsjökli. Stærsti skjálftinn varð 1,6 að stærð þann 1. september kl.00:57.

Jarðvakt