Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20170911 - 20170917, vika 37

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 300 skjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Í Bárðarbungu mældust stærstu skjálftar vikunnar, þann 17. september, tveir skjálftar voru staðsettir sem mældust um 3,9 að stærð. Það má segja að heilt yfir hafi dregið lítilega úr skjálftavirkni samanborið við vikurnar á undan.

Suðurland

Tæplega 60 skjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni allir undir 2,0 að stærð. Virknin var nokkuð dreifð um brotabeltið, tveir smáskjálftar mældust við Heklurætur.

Reykjanesskagi

Lítil virkni mældist á Reykjanesskaga í vikunni, rétt rúmlega 20 skjálftar voru staðsettir og allir undir 2,0 að stærð. Virknin var nokkuð dreifð en stærsti skjálftinn 1,7 að stærð mældist í Kleifarvatni. Tveir skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg um 40 km VSV af Reykjanestá, stærri skjálftinn þar mældist af stærð 2,8 en sá minni 2,3, báðir mældust þeir um kl. 17 þann 12. september.

Norðurland

Um 15 skjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni. Um tíu skjálftar mældust á Tröllaskaga, stærsti um 2 að stærð við Stafárdal. Þrír smáskjálftar voru staðsettir við Kröflu og aðrir þrír við Þeistareyki. Einn smáskjálfti var staðsettur við Heilagsdagsfjall um 20 km ASA við Reykjahlíð. Úti fyrir landi mældust rúmlega 50 skjálftar, á Spar-misgenginu mældist skjálfti 2,3 að stærð þann 11. september en aðrir skjálftar voru undir tveimur að stærð.

Hálendið

Um 120 skjálftar voru staðsettir á hálendinu í vikunni. Í Vatnajökli voru staðsettir tæplega 60 af þeim. Í Bárðarbungu mældust tæplega tíu skjálftar en þar mældust stærstu skjálftar vikunnar, þÞann 17. september kl. 14:23 og 14:26 báðir um 3,9 að stærð. Í bergganginum undir Dyngjujökli mældust rúmlega 20 smáskjálftar. Rúmlega tíu skjálftar mældust í og við Öræfajökul. Sömuleiðis mældust rúmlega 10 skjálftar í Skeiðarárjökli. Einn skjálfti mældist í Þórðarhyrnu og annar í austanverðum Grímsvötnum.
Á norðurhálendinu mældist einn smáskjálfti við Trölladyngju, rúmlega 10 smáskjálftar í Öskju og rétt rúmlega 20 skjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Fyrir norðan Hofsjökul mældist einn stakur skjálfti rétt austan við Skiptabakkaskála við Vestari Jökulsá, 1,2 að stærð þann 12. september.

Mýrdalsjökull

Um 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, stærsti skjálftinn mældist 2,0 að stærð í suðaustanverðri Kötluöskjunni en þar mældust fjórir skjálftar 3 yfir 1,0 að stærð. Tæplega tíu skjálftar voru staðsettir við Tungnakvíslarjökul. Tveir smáskjálftar voru við suðurbrún jökulsins annar ofan við vesturgil og hinn við vestari hluta Sólheimajökuls.

Jarðvakt