Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171009 - 20171015, vika 41

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 390 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Töluvert færri en í vikunni á undan, þegar um 520 skjálftar voru staðsettir. Stærsti skjálfti vikunnar var í Bárðarbungu þann 13. október kl. 05:18, en hann mældist 3,1 að stærð. Í Öræfajökli mældust 25 skjálftar í vikunni, sá stærsti var 1,4 að stærð þann 15. október kl. 08:57.

Suðurland

Tæplega 90 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, allir undir 2,6 að stærð, þar af tæplega 20 á Hengilssvæðinu. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð þann 14. október kl. 7:35 við Krossfjöll í Ölfusi, en þar mældust 13 skjálftar í vikunni. Að öðru leyti var virknin nokkuð dreifð um brotabeltið. Við Heklu voru staðsettir 4 smáskjálftar, sá stærsti 1,2 að stærð.

Reykjanesskagi

Rétt rúmlega 30 skjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, nokkuð færri en í síðustu viku. Einungis 2 skjálftar voru staðsetttir úti á Reykjaneshrygg, en flestir voru skjálftarnir við Kleifarvatn og allir voru þeir undir 1,5 að stærð.

Norðurland

Rúmlega 130 skjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, sem eru mun færri en vikuna á undan, þar af 37 við Grímsey. Þar mældist stærsti skjálfti vikunnar á Norðurlandi þann 10. október kl. 16:43 og var hann 2,5 að stærð. Á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu voru staðsettir tíu skjálftar og rúmlega 20 í Öxarfirði. Stærsti skjálftinn í Öxarfirði var 1,7 að stærð þann 15. október kl. 09:24. Lítil smáskjálftahrina varð í Eyjafjarðarál þann 10. október og varð stærsti skjálftinn kl. 23:47, hann fékk stærðina 1,9. Á Kröflusvæðinu voru staðsettir 7 skjálftar, sá stærsti var 1,4 að stærð þann 13. október kl: 03:46.

Hálendið

Tæplega 160 skjálftar voru staðsettir á hálendinu í vikunni, þar af tæplega 90 í Vatnajökli. Í Bárðarbungu voru staðsettir 40 skjálftar, sá stærsti 3,1 að stærð þann 13. október kl. 05:18, hann var jafnframt stærsti skjálfti vikunnar. Tæplega 20 skjálftar mældust í ganginum, allir undir 1,3 að stærð. Töluverð virkni var í Dyngjufjöllum, en þar voru staðsettir tæplega 70 skjálftar í vikunni, allir undir 2 að stærð. Flestir voru þeir í Herðubreiðartöglum, og austan við Kollóttudyngju. Smáhrina var í Öskju í hádeginu þann 12. október og var sá stærsti 1,2 að stærð kl. 12:48. Um 25 skjálftar voru í og við Öræfajökul sem er talsverð aukning frá fyrr viku, þegar um 10 skjálftar voru staðsettir þar. Stærsti skjálftinn var 1,4 að stærð þann 15. október 08:57. Einn skjálfti var staðsettur vestan við Langjökul (í Nyrðra-Hádegisfelli) þann 13. október kl. 00:01. Fékk hann stærðina 1,3.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 16 skjálftar í vikunni, stærsti skjálftinn mældist 1,5 að stærð í austanverðri öskjunni, þann 12. okt kl 01:15. Fimm skjálftar voru staðsettir við Goðabungu og tólf mældust á Torfajökulssvæðinu, allir undir 1,0 að stærð.

Jarðvakt