Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171030 - 20171105, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 500 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni og er það svipaður fjöldi og í síðustu viku. Skjálftahrina varð austan við Selfoss 1. nóvember með um 100 mældum skjálftum, stærsti 2,2. Heldur færri skjálftar urðu á Reykjanesi í þessari viku en þeirri fyrri. Skjálftar úti fyrir Norðurlandi voru einnig færri í þessari viku en síðustu. Áttatíu jarðskjálftar mældust undir Öræfajökli, mun fleiri en í síðustu viku þegar um 30 skjálftar mældust. Litlu fleiri skjálftar urðu í Mýrdalsjökli en í síðustu viku. Enginn skjálfti á landi var yfir þremur stigum í þessari viku.

Suðurland

Um 100 jarðskjálftar mældust í Flóanum austan við Selfoss í skjálftahrinu (á sama stað og hrinan í viku 42) sem hófst upp úr kl. 04 þann 1. nóvember og stóð fram á morgun. Stærsti skjálftinn varð kl. 04:59, 2,2 að stærð. Flestir aðrir voru M0,5 og minni. Tæplega 20 jarðskjálftar urðu á þekktum sprungum á Suðurlandsundirlendi, stærstu rúmt stig. Um tugur smáskjálfta varð á Hengilssvæðinu og nokkrir í Ölfusi.

Reykjanesskagi

Tæplega 30 skjálftar mældust á Reykjanesskaga, heldur færri en í liðinni viku. Flestir urðu á svæðinu frá Kleifarvatni og vestur að Reykjanestá en einnig mældust nokkrir smáskjálftar á Bláfjallasvæðinu.

Norðurland

Tæplega 80 jarðskjálftar voru staðsettir á og úti fyrir Norðurlandi og er það mun minni virkni en í síðustu viku. Hátt í 30 skjálftar voru staðsettir við Grímsey og austan við eyjuna, allir um og innan við tvö stig. Á annan tug skjálfta mældust í Öxarfirði, allir litlir. Álíka fjöldi var staðsettur á Skjálfanda og í Eyjafjarðarál, stærsti tæp tvö stig. Nokkrir smáskjálftar urðu á svæðinu við Þeistareyki.
Stakur skjálfti varð 2. nóvember kl. 15:20 við Leirtjarnir í Austur-Húnavatnssýslu, 1,4 að stærð.

Hálendið

Um 120 jarðskjálftar mældust í Vatnajökli öllum í vikunni. Áttatíu jarðskjálftar mældust undir Öræfajökli, mun fleiri en í síðustu viku þegar um 30 skjálftar mældust. Virkni var viðvarandi alla vikuna en heldur meiri 31. október og 3. nóvember en aðra daga vikunnar. Stærsti skjálftinn varð 31. október kl. 18:50, 2,4 að stærð en flestir aðrir um og innan við eitt stig. Rúmur tugur skjálfta mældist við Bárðarbungu í þessari viku, færri en í síðustu viku þegar þeir voru um 30. Stærsti skjálftinn var 31. október kl. 20:25, 2,3 að stærð. Rúmlega 20 skjálftar mældust í ganginum undir og framan við Dyngjujökul.
Tæplega 60 jarðskjálftar urðu á svæðinu norðan Vatnsjökuls. Á annan tug urðu við Öskju, rúmlega 20 við Dyngjufjallaháls, aðrir við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Allir skjálftarnir voru innan við tvö stig að stærð.

Mýrdalsjökull

Tæplega 30 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli, heldur fleiri en í fyrri viku. Flestir skjálftanna urðu innan Kötluöskjunnar (20) og þar var einnig stærsti skjálftinn. Hann varð 3. nóvember kl. 06:21, 2,7 að stærð. Aðrir voru mun minni. Hátt í 20 skjálftar voru staðsettir á Torfajökulssvæðinu, allir um og innan við tvö stig.

Jarðvakt