Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171127 - 20171203, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 740 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku, talsvert fleiri en í síðustu viku. Stærsti skjálfti liðinnar viku var 3,2 að stærð þann 3. desember í Bárðarbungu. Mikil virkni var í Öræfajökli en þar mældust rúmlega 160 skjálftar. Einnig var þónokkur virkni í nágrenni Herðubreiðar. Þrír skjálftar mældust í Heklu.

Suðurland

Um 110 skjálftar mældust á Suðurlandi í liðinni viku. Stærsti skjálftinn á Suðurlandi var 2,6 að stærð þann 1. desember. Hann var hluti af lítilli hrinu við Hjallahverfi í Ölfusi þar sem um tæplega 50 skjálftar mældust. Um tugur skjálfta mældist í Hveradölum og svipaður fjöldi í Grænsdal upp frá Hveragerði. Aðrir skjálftar dreifðust um Suðurland. Þrír skjálfar mældust í Heklu í vikunni.

Reykjanesskagi

Rúmlega 60 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni. Flestir skjálftanna voru undir 1,0 að stærð. Mesta virknin var við Krýsuvík og Kleifarvatn en einnig mældist um tugur skjálfta í Bláfjöllum. Nokkrir skjálftar mældust við Fagradalsfjall, örfáir mældust við Grindavík og á Reykjanestá. Einn skjálfti mældist á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Rúmlega 100 skjálftar mældust á Norðurlandi í liðinni viku. Stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð norður af Tröllaskaga þann 30. nóvember. Mesta virknin var á Grímseyjarbeltinu í liðinni viku þar sem um 80 skjálftar mældust. Tveir skjálftar mældust í Hellufelli ofan við Vatnsskarð. Einn skjálfti mældist í Kröflu og einn við Þeistareyki.

Hálendið

Rúmlega 230 skjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni. Rúmlega 30 skjálftar mældust í Bárðarbunguöskjunni. Sá stærsti var 3,2 að stærð og mældist þann 3. desember kl. 04:36. Um 30 skjálftar mældust í bergganginum undir Dyngjujökli. Rúmlega 160 skjálftar mældust í Öræfajökli, stærsti skjálftinn af þeim var 1,6 að stærð þann 28. nóvember. Nokkrir skjálftar mældust við Grímsvötn og þrír í og við Kverkfjöllum. Norðan Vatnajökuls mældust um 210 skjálftar en flestir þeirra mældust í nágrenni Herðubreiðar. Allnokkrir skjálftar mældust við Öskju.

Nokkrir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Tveir skjálftar mældist í Þórisjökli og tveir sunnan við Hagafell. Einnig mældust tveir í Högnhöfða.

Mýrdalsjökull

Um 10 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í liðinni viku. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð þann 1. desember.

Jarðvakt