Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171204 - 20171210, vika 49

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 530 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, talsvert færri en í vikunni á undan þegar rúmlega 740 skjálftar mældust. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 4,1 að stærð í Bárðarbungu þann 9. des. Það var skjálftahrina í Skjaldbreið með fjórum skjálftum yfir 3,0 að stærð, sá stærsti af stærð 3,8 mældist þann 10. des. kl 08:48. Skjálftar í hrinunni fundust í Árnessýslu, á Kjalarnesi og í Borgarfirði. Skjálftar á norðanverðum tröllaskaga 6. des. fundust á Siglufirði og Ólafsfirði. Rúmlega 100 smáskjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni en lítil virkni var í Mýrdalsjökli. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu.

Suðurland

Rúmlega 50 skjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, stærsti skjálftinn mældist 2,0 að stærð á Hengilssvæðinu en alls mældust tæplega 20 smáskjálftar þar. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu, annars dreifðust skjálftarnir fremur jafnt um Suðurlandsbrotabeltið. Einn skjálfti 1,2 að stærð mældist um 15 km VSV við Þykkvabæ.

Reykjanesskagi

Um 30 skjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni, stærsti skjálftinn af stærð 2,1 að stærð mældist þann 5. des. um 1,5 km norðaustan við Vífilsfell. Fjórir skjálftar mældust við Reykjanestána. Á Reykjaneshrygg mældust að auki um 10 skjálftar um 40 km VSV við Reykjanestána.

Norðurland

Um 20 skjálftar voru staðsettir á Norðurlandi í vikunni. Nyrst á Tröllaskaga mældust 8 skjálftar þar af þrír yfir tveimur að stærð allir rétt norðan við Hópsvatn, sá stærsti af stærð 3,0 mældist 6. des. kl. 5:25, þeir skjálftar fundust á Siglufirði og Ólafsfirði. Tveir smáskjálftar voru staðsettir á Flateyjarskaga og einn smáskjálfti SV við Litla-Árskógarsand. Tæplega tíu smáskjálftar mældust á Þeystareykjasvæðinu og einn í Kröflu. Úti fyrir landi mældust rúmlega 30 skjálftar dreifðir um brotabeltin. Þrír skjálftar yfir tveimur að stærð út á Kolbeinseyjarhrygg og einn enn stærri við Jan Mayen.

Hálendið

Tæplega 350 skjálftar mældust á Hálendinu í vikunni. Í Öræfajökli voru staðsettir rúmlega 100 smáskjálftar, þar af um fimmtán yfir 1 að stærð. Sá stærsti af stærð 2,3 var staðsettur í norðausturbrún jökulsins. Þrír skjálftar mældust í Grímsfjöllum. Tæplega 40 skjálftar mældust í Bárðarbungu, þar kom stærsti skjálfti vikunnar 4,1 að stærð þann 9. des. kl. 06:19. Í bergganginum undir Dyngjujökli mældust tæplega 30 smáskjálftar, um 10 skjálftar við Öskju og sex djúpir norðan við Öskju. Tæplega 20 smáskjálftar voru dreifðir við Herðubreiðartögl og Herðubreið. Tveir skjálftar mældust í Hofsjökli og einn í Langjökli.
Jarðskjálftahrina hófst í að kvöldi 9. desember í fjallinu Skjaldbreið og voru um 120 skjálftar staðsettir þar í vikunni. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð mældust, þrír af þeim komu 9. des. fyrsti kl. 19:20, 3,5 að stærð. Kl. 19:53 varð skjálfti af stærð 3,2 og kl. 21:25 var skjálfti af stærð 3,7. Stærsti skjálfti hrinunar af stærð 3,8 kom þann 10. des kl. 08:48. Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrsti fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði.

Mýrdalsjökull

Um átta jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni. i en í síðustu viku. Þeir voru flestir innan Kötluöskjunnar, sá stærsti var af stærð 1,2 að stærð, þann 5. des. kl. 00:24. Enginn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli. Á Torfajökulssvæðinu mældust tæplega 10 jarðskjálftar, stærsti 1,8 að stærð, þann 8. des. kl. 01:33.

Jarðvakt