Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171218 - 20171224, vika 51

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust um 350 skjálftar með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Þetta er svipað og í síðustu viku, en talsvert minna en vikurnar tvær þar á undan. Stærstu skjálftar vikunnar voru í Bárðabungu, tveir árla morguns þann 20. desember, M4.4 og M4.1 að stærð, sá minni kl. 04:57 og sá stærri réttum hálftíma síðar og annar skjálfti að stærð M4.1 kom síðan í Bárðabungu kl. 23:28 að kvöldi Þorláksmessu, 23. desember. Einnig mældust tveir skjálftar á Hengilssvæðinu um og yfir 3 að stærð að morgni Þorláksmessu, sá fyrri, M3.0, kom kl. 05:39 og síðari, M3.4, kl. 05:43. Varð þess stærri vart í Hveragerði og á Höfuðborgarsvæðinu. Um 33 skjálftar mældust einnig í Öræfajökli allir undir 1.5 að stærð og í Heklu mældist einn skjálfti, M0.6 að stærð.

Suðurland

Á Suðurlandi og Hengilssvæðinu mældust tæplega 90 skjálftar, þar af 53 á Hengilssvæðinu þar sem einnig var að finna stærstu skjálfta þessa svæðis, M3.4 og M3.0 sem komu að morgni Þorláksmessu. Þá voru um 7 skjálftar í kring um Bláfjöll, 17 á Suðurlandsundirlendinu, einn suðvestur af Heklu og 7 á Torfajökulssvæðinu. Einnig voru tveir skjálftar sem mældust við Skjaldbreið, báðir undir M1.0 að stærð.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesi mældust rúmlega 20 skjálftar, þar af um 17 við Kleifarvatn og Krísuvík.

Norðurland

Á Norðurlandi mældust alls rétt tæplega 60 skjálftar. Í Kröflu mældist einn skjálfti, 13 í og við Grímsey, einn skjálfti mældist suður af Héðinsfirði, 5 nærri Þeistareykjum, 8 í Öxarfirði og restin í Skjálfanda og norður af minni Eyjafjarðar.

Hálendið

Við Langjökul mældust 8 skjálftar, flestir suðvestan við Hvítárvatn, en einnig tveir suður af Eystri-Hagafellsjökli. Þeir reyndust flestir vera milli M1.0 og M1.6 að stærð. Þá voru um 25 skjálftar í og við Öskju, 16 við Herðubreið og Herðubreiðartögl, 25 í Kverfjöllum og Dyngjujökli þar af stærstur M2.6 í Kverkfjöllum, 12 Í Grímsvötnum, 3 í Hamrinum, rúmlega 50 í Bárðarbungu, þar af voru stærstir M4.4 og tveir M4.1 við norðurenda öskjunnar. Í Öræfajökli mældust um 33 skjálftar, stærst M1.4.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 7 skjálftar þar sem stærsti skjáfti mældist M1.1. Einn skjálfti mældist í Eyjafjallajökli.

Jarðvakt